fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Farþegar neituðu að færa sig svo maður í hjólastól kæmist inn í strætó – Vagnstjórinn refsaði þeim harkalega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 07:05

Francois á biðstöð strætisvagna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega beið maður í hjólastól eftir strætó í úthverfi Parísar. Maðurinn, Francois Le Berre, er með mænusigg, oftast kallað MS, og þarf að nota hjólastól. Þegar strætisvagninn kom neituðu farþegarnir í vagninum að færa sig þannig að Francois kæmist inn. Þetta fór að vonum illa í vagnstjórann sem greip til sinna ráða og hefur hann verið hylltur á samfélagsmiðlum fyrir það sem hann gerði.

Í tísti frá hópi sem kallar sig „Accessible Pour Tours“ (Aðgengi fyrir alla) var skýrt frá þessu fyrir hönd Francois. Þar segir að vagnstjórinn hafi gert sér lítið fyrir og rekið alla farþegana út úr vagninum. Hann aðstoðaði síðan Francois við að komast inn í vagninn og ók síðan á brott með hann einan innanborðs.

Að jafnaði eru eitt eða tvö pláss fyrir hjólastóla í strætisvögnum í París og eiga farþegar að veita fötluðum forgang og víkja fyrir þeim þegar þeir ætla að nota strætó.

Færsla Accessible Pour Tours var eitthvað á þessa leið:

„Þegar ég beið eftir strætó í París í gær vildi enginn færa sig. Þar sem enginn hreyfði sig til að ég kæmist inn stóð vagnstjórinn upp og sagði: „Ferðin endar hér! Allir út!“ Síðan kom hann til mín og sagði: „þú mátt fara um borð en þið hin bíðið eftir næsta vagni!““

Tístið um málið.

Færslan hefur vakið mikla athygli og margir hafa deilt henni og tjáð sig um hana. Flestir hafa hrósað vagnstjóranum og skammast út í farþegana. En þó hafa nokkrir bent á að fólk eigi að hafa í huga að það hefði heldur ekki fært sig ef það hefði verið í vagninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?