Pressan

Voðaverk í Kaliforníu: Þrettán eru látnir og tólf slasaðir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 11:24

Þrettán eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Kaliforníu. Árásin átti sér stað um miðnætti að bandarískum tíma en snemma í morgun að íslenskum tíma.

Byssumaðurinn fannst látinn inni á veitingastaðnum, en talið er að lögreglumönnum hafi tekist að skjóta hann til bana. Manninum tókst að skjóta minnst tólf manns til bana en á meðal þeirra sem létust er lögreglumaður. Tólf eru sagðir vera slasaðir.

Árásin átti sér stað í Thousand Oaks sem er næststærsta borgin í Ventura-sýslu í Kaliforníu. Undanfarin ár hefur borgin verið talin meðal þeirra öruggustu í Bandaríkjunum hvað glæpatíðni varðar.

Árásin átti sér stað á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill en á þessari stundu liggja frekari upplýsingar um byssumanninn ekki fyrir.

Borderline Bar & Grill hefur notið nokkurra vinsælda meðal ungs fólks en í gærkvöldi var einmitt haldin samkoma fyrir menntaskólanemendur á staðnum. Barinn er skammt frá California Lutheran University og er talið að nemendur úr skólanum hafi verið á staðnum þegar árásin var framin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur