Pressan

2.000 manns hafa leitað að 12 ára dreng með þroskahömlun í nótt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 05:30

Dante. Mynd úr einkasafni.

Rúmlega 2.000 manns hafa í nótt leitað að 12 ára dreng með þroskahömlun á stóru svæði í Falkenberg sem er um 15 km sunnan við Gautaborg í Svíþjóð. Drengurinn, sem heitir Dante, fór út að viðra hundinn sinn síðdegis á þriðjudaginn en skilaði sér ekki heim aftur. Hundurinn fannst seinna um kvöldið en hvorki hefur fundist tangur né tetur af Dante.

Lögreglan heldur öllum möguleikum opnum við rannsókn málsins og hóf á miðvikudaginn rannsókn á hvort Dante hefði verið rænt. Frá því í gær hefur leitin að miklu leyti beinst að ánni Ätran og hafa kafarar verið þar að störfum. Í gærkvöldi ákvað lögreglan að láta lækka vatnsyfirborðið í ánni til að auðvelda köfurum störf sín.

Aftonbladet hefur eftir Tommy Nyman, talsmanni lögreglunnar, að talið sé að Dante sé á Falkenbergsvæðinu. Lögreglan heldur leit áfram af fullum krafti og segist ekki hafa neinar áætlanir um að draga úr henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda