Pressan

Greind börn verða grænmetisætur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 16:30

Ýmislegt getur leynst í grænmetisskúffunni.

Því greindara sem barn er, því meiri líkur eru á að það gerist grænmetisæta á fullorðinsaldri. Breskir vísindamenn komust að þessari niðurstöðu eftir rannsókn á lifnaðarháttum 8.179 einstaklinga.

Allt þetta fólk tók greindarpróf við 10 ára aldur og nú var það beðið að skýra frá matarvenjum sínum. Alls sögðust 365 þátttakendur vera grænmetisætur og þeir reyndust einmitt hafa mælst með marktækt hærri greindarvísitölu en meðaltalið við 10 ára aldur.

Þessi uppgötvun gæti átt þátt í að skýra hvers vegna greint og vel menntað fólk er jafnframt heilbrigðara, eins og sýnt hefur verið fram á með mörgum rannsóknum.

Grænmetisætur eiga síður á hættu að fá of háan blóðþrýsting, of mikið kólesteról eða hjarta- og æðasjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda