Pressan

Öflugur jarðskjálfti á Jan Mayen

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 04:18

Frá Jan Mayen. Mynd:Wikimedia Commons

Íbúum á Jan Mayen brá illa í brún klukkan 2.49 að staðartíma í nótt þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna. Skjálftinn mældist 6,8 að styrkleika og átti upptök sína 125 kílómetra norðvestan við eyjuna. Engin meiðsl urðu á fólki.

Á eyjunni dvelja 18 manns, 14 á vegum norska hersins og 4 á vegum norsku veðurstofunnar. Allir vöknuðu við skjálftann enda ekki hversdagslegur viðburður að jörð skjálfi svo kröftuglega á Jan Mayen.

Norska ríkisútvarpið segir að skjálftinn sé sá öflugasti sem mælst hefur á norsku yfirráðasvæði en gamla metið var einnig frá Jan Mayen en þar mældist skjálfti upp á 6,6 í lok ágúst 2012. Þá meiddist enginn en eitthvað var um eignatjón.

Silje Wennesland, sem er á eyjunni, segir að ekki sé búið að kanna hvort skemmdir hafi orðið, það verði gert þegar bjart verður orðið á milli klukkan 10 og 11.

Jan Mayen er á heimsskautasvæðinu og hefur verið hluti af Noregi síðan 1930. Þar dvelja aðeins starfsmenn hersins og veðurstofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur