Pressan

Sveik milljónir út úr konum sem hann komst í kynni við á Tinder

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 19:30

Óvenjulegt mál er nú fyrir dómi en í því koma við sögu krabbamein, hórmang, dýrir bílar, vel launuð störf og „sektir“. Á ákærubekknum situr 26 ára karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa svikið fjölda kvenna og haft stórfé af þeim en hann komst í kynni við þær á Tinder.

Málið er fyrir dómi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn og hófust réttarhöldin í gær. Samkvæmt ákæru þá náði maðurinn að vekja áhuga margra kvenna á sér í gegnum Tinder. Þetta leiddi oft til þess að hann hitti þær og ástarsambönd hófust. En ekki virðist mikið hafa búið á bak við rómantíkina hjá manninum annað en að hafa konurnar að féþúfu.

Þegar ástarsamböndin voru komin aðeins áleiðis sagði maðurinn konunum að hann væri dauðvona af völdum krabbameins. Eini möguleiki hans til að lifa af væri að fara í krabbameinsmeðferð í Ungverjalandi og Bretlandi. Ein kona millifærði 700.000 danskar krónur, það svarar til um 13 milljóna íslenskra króna, inn á bankareikning mannsins eftir að hafa fengið að heyra þessa sögu.

Maðurinn fékk aðra konu til að selja karlmönnum kynferðislega þjónustu til að verða sér úti um peninga sem hann gæti notað til að greiða fyrir krabbameinsmeðferð. Af þessum sökum er hann einnig ákærður fyrir hórmang.

Þriðju konunni sagði hann að meðlimir skipulagðra glæpasamtaka væru á hælum hans og ætluðu að klippa fingurna af honum ef hann greiddi þeim ekki 45.000 danskar krónur. Hún lét hann fá þessa peninga.

Nokkrum konum sagði hann að hann ætlaði að fara með þær í dýrar utanlandsferðir og fékk þær til að greiða „staðfestingargjald“ fyrir ferðirnar. Það þarf varla að taka fram að ferðirnar voru aldrei farnar.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt ýmsum öðrum aðferðum við svik sín en í heildina er hann ákærður fyrir að hafa svikið fé af 25 konum með einum eða öðrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur