fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

„Við höfðum ekki hugmynd um að þetta yrði síðasta myndin“ – Daginn eftir fór hún um borð í kafbátinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 08:00

Síðasta fjölskyldumynd Wall-fjölskyldunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum lært hversu hræðilegt lífið getur verið.“ Þetta segja Ingrid og Joachim Wall, foreldrar sænsku fréttakonunnar Kim Wall, í sænsk/norska spjallþættinum Skavlan sem verður sýndur í kvöld.

Í 30 ár tóku þau ljósmynd af fjölskyldunni fyrir framan sumarhús hennar. Fyrsta myndin var tekin þegar Kim var rétt rúmlega eins árs og bróðir hennar var enn í móðurkviði.

„Við eigum þrjátíu svona myndir en þessi mynd er sú allra, allra mikilvægasta.“ Segir Ingrid í þættinum. Myndin var tekin 9. ágúst á síðasta ári. Síðar um daginn fór Kim til unnusta síns, Ole, í Kaupmannahöfn. Daginn eftir fór hún um borð í Nautilius, kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, en þaðan átti hún ekki afturkvæmt á lífi. Eins og kunnugt er myrti Madsen Kim á hrottalegan hátt og sagaði lík hennar í sundur og henti í Eystrasalt.

Ingrid og Joachim leggja áherslu á að ekki eigi að minnast Kim sem fórnarlambs heldur sem þeirrar frábæru fréttakonu og manneskju sem hún var. Þau nefna Madsen aldrei á nafn og hyggjast ekki gera það.

TV2 segir að í þætti kvöldsins ræði þau um forvitni og hugrekki Kim. Hún hafi aldrei tekið nei sem gilt svar, hlutirnir áttu að ganga upp og oftast gerðu þeir það að þeirra sögn.

Rangt símanúmer

Þau vissu að Kim var að vinna að frétt um tvö dönsk fyrirtæki sem kepptust um að verða á undan að senda fólk út í geiminn. Hún var búin með fyrri hluta fréttarinnar að þeirra sögn en átti eftir að ræða við Peter Madsen. Hún hafði ekki náð sambandi við Madsen því hún hafði fengið rangt símanúmer uppgefið. Síðdegis þann 10. ágúst náði hún loks sambandi við hana. Eftir að hafa hitt hann í stutta stund á verkstæði hans bað hann hana um að koma með sér í siglingu í kafbátnum og taka viðtalið um borð í honum. Þessu boði tók hún að sögn Ingrid.

Það var næsta morgun klukkan 5.31 sem unnusti Kim hringdi í þau og vakti til að segja þeim að Kim væri horfin, hún hefði farið í siglingu með kafbát og væri nú horfin.

Madsen var fljótlega handtekinn grunaður um að hafa myrt Kim. Það liðu þó 111 dagar þar til lögreglunni hafði tekist að finna alla líkamshluta hennar en þeim hafði Madsen kastað í Eystrasalt. Sérþjálfaðir sænskir hundar komu að miklu gagni við leitina að líkamshlutunum en þeir eru þjálfaðir til að finna lík í vatni.

Hjónin hafa stofnað sjóð í nafni Kim en árlega, á afmælisdegi Kim, verður styrk úthlutað úr honum til konu, sem starfar við blaðamennsku, sem hefur í hyggju að skrifa á sömu nótum og Kim. Í sjóðnum eru nú sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna.

„Það er mjög mikilvægt að nefna nafn Kim árlega í tengslum við þetta,“ segir Ingrid, „svo lengi sem nafn manns er nefnt, lifir maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum