fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

IKEA dæmt til að greiða konu 700.000 krónur í bætur eftir að bolli frá versluninni sprakk

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 21:30

Töluvert sá á konunni eftir að bollinn sprakk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur dómstóll hefur dæmt IKEA til að greiða kínverskri konu 40.000 yuan, sem svarar til um 700.000 íslenskra króna, í bætur eftir að Stelna bolli, sem IKEA selur, sprakk í andlitið á henni.

News.com skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi verið að drekka heitan drykk úr bollanum í maí á síðasta ári. Hún missti meðvitund þegar bollin sprakk og skarst á vör og það brotnaði úr framtönn. Hún þurfti að fara 12 sinnum á sjúkrahús til að láta laga vörina.

Konan segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar og nú bregði henni mikið þegar hún heyrir há hljóð. Þá segir hún að þetta hafi gert hana þunglynda og sé farið að hafa áhrif á vinnu hennar.

Málið var fyrst tekið fyrir dóm á síðasta ári en þar færði lögmaður IKEA rök fyrir því að ekkert hefði verið að bollanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri sannað að eitthvað hefði verið að bollanum en dæmdi IKEA samt sem áður til að greiða konunni fyrrgreinda upphæð í bætur. Hún hafði farið fram á að fá 1 milljón yuan í bætur.

Bæði konan og IKEA áfrýjuðu málinu og nú hefur áfrýjunardómstóll staðfest dóm undirréttar. Auk bótanna á IKEA að greiða konunni bollann sem kostaði sem nemur um 90 íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump