fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Áhorfendur dolfallnir: Ótrúlegar litmyndir Peter Jackson úr fyrri heimsstyrjöldinni

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur sem sáu nýja heimildarmynd Peters Jackson um fyrri heimsstyrjöldina sátu límdir við sjónvarpið þegar myndin var frumsýnd í gærkvöldi.

Peter Jackson, sem er einna þekktastur fyrir þríleikinn um Hringadróttinssögu, er maðurinn á bak við myndina en í henni notar hann nýjustu tækni til að glæða hundrað ára gömul myndbönd nýju lífi. Er óhætt að segja að áhorfendur fái nýja sýn á þessa hörmulegu styrjöld sem geysaði árin 1914 til 1918.

Myndin var sýnd á BBC2 í gær í tilefni þess að þá voru hundrað ár liðin frá lokum stríðsins. Í myndinni er ljósi varpað á líf breskra hermanna í stríðinu og þá eru birt viðtöl við fjölmargar stríðshetjur – viðtöl sem hafa ekki sést opinberlega lengi og voru tekin á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar.
Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er til að mynda með einkunnina 8,9 á IMDB.com sem þykir býsna gott. Hefur Jackson verið hrósað mjög fyrir myndina.

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr myndinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum
Pressan
Í gær

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi
Pressan
Í gær

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað
Pressan
Í gær

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill lyfjaskortur í Noregi

Mikill lyfjaskortur í Noregi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum