fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Apaauglýsing Iceland er bönnuð í sjónvarpi – Hefur slegið í gegn – Sjáðu hana hér

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 07:15

Skjáskot úr auglýsingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný auglýsing frá bresku verslunarkeðjunni Iceland er með sætum órangútan apa í aðalhlutverki. Hann flytur inn í herbergi lítillar stúlku og allt virðist þetta nokkuð saklaust. En auglýsingin þykir of pólitísk og því hefur Clearcast, stofnun sem hefur eftirlit með auglýsingum í Bretlandi, bannað sýningar hennar í sjónvarpi.

En auglýsingin er aðgengileg á netinu og bann Clearcast hefur kannski bara vakið meiri athygli á henni en annars. Að minnsta kosti hafa milljónir manna horft á auglýsinguna nú þegar og stöðugt bætist við þá tölu. Auglýsingin náði aldrei augum sjónvarpsáhorfenda því ekki var byrjað að sýna hana þegar Clearcast bannað sýningar hennar.

Það er leikkonan Emma Thompson sem talar inn á auglýsinguna en það voru umhverfisverndarsamtökin Greenpeace sem gerðu hana. Hún átti að vera jólaauglýsing Iceland þetta árið.

Í auglýsingunni segir litli órangútan apinn, sem er í aðalhlutverki, að heimkynni hans hafi verið eyðilögð af mönnum. Stórar gröfur sjást fella tré til að hægt sé að gróðursetja olíupálma. Pálmaolía er einmitt aðalumfjöllunarefni myndarinnar en Iceland stærir sig einmitt af að vilja hætta notkun pálmaolíu fyrir árslok. Þess vegna samdi fyrirtækið við Greenpeace, sem berst gegn notkun pálmaolíu, um að fá að nota þessa mynd Greenpeace sem jólaauglýsingu.

En það er einmitt aðkoma Greenpeace sem er ástæðan fyrir banninu að sögn Clearcast því stofnunin skilgreinir Greenpeace sem pólitísk samtök en sýning pólitískra auglýsinga er bönnuð í bresku sjónvarpi.

En eins og áður sagði er bannið líklegast eitt það besta sem gat komið fyrir auglýsinguna, Iceland og Greenpeace því kastljós fjölmiðla hefur svo sannarlega beinst að henni fyrir vikið og milljónir manna hafa horft á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?