fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dömubindanotkun Bengt vekur mikla athygli – „Ég vil hafa þau með stórum vængjum og mikilli rakadrægni“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 06:30

Bengt með dömubindi. Skjáskot/Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Taktu dömubindi með í hvert sinn var ráðið sem ég fékk. Eftir það hef ég aldrei farið í gönguferð eða veiði án þess að vera með pakka af dömubindum með.“

Þetta sagði Bengt Johansen í samtali við TV2 en dömubindanotkun hans hefur vakið mikla athygli í Noregi undanfarið. Fyrrnefnt ráð um að hafa dömubindi með fékk hann fyrir nokkrum áratugum síðan þegar hann var í skíðaferð með vinum sínum. Hann segir þetta ráð hafa breytt miklu á ferðalögum hans.

Dömubindi eru eins og kunnugt er hönnuð til að drekka í sig vökva, blóð og aðra líkamsvökva sem fylgja blæðingum kvenna.

„Ég tek eftir því að fólk fær glettnisglampa í augun þegar maður gengur um með dömubindi í skónum. En þetta er eitthvað sem ég nota á praktískan hátt. Þau gagnast ótrúlega vel við að halda fótunum þurrum.“

Sagði Bengt sem segir dömubindi vera það besta til að halda fótunum þurrum.

„Þau eru svo rakadræg að þau eru fullkomin til að halda fótunum þurrum þegar maður er á ferðinni. Það er þó rétt að benda á að þetta gildir að sjálfsögðu um hrein bindi. Notuð bindi koma líklega ekki að sama gagni.“

Blæðir þér mikið?

Í samtali við TV2 lýsti hann fyrsta skiptinu sem hann keypti dömubindi. Þegar hann bað afgreiðslukonuna um bindi með mestu rakadrægninni og stærstu vængjunum spurði hún hann hvort honum blæddi mikið.

„Ég hló þegar hún spurði hvort mér blæddi mikið. En stutt útskýring á að ég þyrfti að nota bindin í skóna mína skýrði málið fyrir henni.“

Hann segir að allir ferðafélagar hans noti dömubindi í skóna. Til að vekja athygli á þessum notkunarmöguleika birti hann nýlega upptöku á Facebook þar sem hann skýrði frá þessu. Það hefur vakið mikla athygli og tugir þúsunda hafa horft á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?