fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Eiginkona Michael Schumacher: „Hann mun ekki gefast upp“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 10:48

Michael Schumacher.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að þýski ökuþórinn Michael Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi milli jóla og nýárs árið 2013 hefur lítið frést af líðan hans.

Schumacher, sem er 49 ára, hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu og var um tíma tvísýnt hvort hann myndi lifa slysið af. Hann lá í dái í nokkra mánuði en undanfarin misseri hefur hann verið í endurhæfingu á heimili sínu og fjölskyldu sinnar við Genfarvatn í Sviss. Fullyrt hefur verið að fimmtán manna teymi hugsi um hann.

Mail Online greinir í dag frá því að eiginkona Schumacher, Corinna, hafi skrifað bréf um líðan eiginmanns til þýska tónlistarmannsins Sascha Herchenbach eftir að sá síðarnefndi samdi sálm til heiðurs Michael.

Í því segir Corinna meðal annars að Michael sé „baráttujaxl“ sem muni „ekki gefast upp“. Ekki liggur fyrir hvenær bréfið var skrifað en Sascha samdi umræddan sálm um það bil ári eftir að Schumacher lenti í slysinu.

Sascha sagði frá bréfinu í viðtali við þýska blaðið Bunte. Sagði hann að Corinna hafi þakkað honum fyrir stuðninginn sem skipti fjölskylduna miklu máli. Corinna hefur aldrei tjáð sig opinberlega um líðan Schumacher eða batahorfur hans. Um það leyti sem Schumacher var útskrifaður af sjúkrahúsi hvatti hún fólk til að hugsa hlýlega til hans en sagði jafnframt að hún myndi ekki tjá sig frekar um stöðu mála.

Í umfjöllun Bunte fyrir um ári síðan kom fram að Schumacher ætti sína góðu og slæmu daga. Ekki var greint nákvæmlega frá líðan hans en þó kom fram að Schumacher virtist afslappaður og líða vel í örmum þeirra sem standa honum næst. Hann geti átt í einhverjum samskiptum við þá sem þekkja hann vel.Fjölskylduvinur sem Bunte ræddi við sagði að Schumacher hefði það gott miðað við aðstæður. Hann njóti góðs af því í dag að hafa verið afreksíþróttamaður í fremstu röð í mörg ár.

Corinna og Michael hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt en þau gengu í hjónaband árið 1995. Michael Schumacher var um tíma einn vinsælasti íþróttamaður heims og margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland