fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Nýtt klósett Bill Gates kostaði 18 milljarða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 17:30

Mynd úr safni.

Milljarðamæringurinn Bill Gates þarf ekki að horfa í peningana því hann er svo ríkur að hann getur nánast leyft sér hvað sem er. Einhverjum kann þó að þykja ansi mikið að eyða sem svarar 18 milljörðum íslenskra króna í salerni en það sér svo sem ekki mikið á bankabók Gates þótt hann hafi greitt þetta fyrir salerni.

En salernið er ekki ætlað Gates eða fjölskyldu hans heldur er þróun þess og smíði eitt af þeim mannúðarverkefnum sem hann veitir fjármunum til. Í síðustu viku tók Gates þátt í Reinvented Toilet ráðstefnunni í Peking í Kína. Þar steig hann í pontu og hafði með sér krukku með mannasaur.

Hann ræddi um vandann við nútímaklósett og sagði frá nýja klósettinu en það drepur sjúkdómsvaldandi bakteríur. Áhugi hans á þessu vaknaði fyrir um 10 árum þegar hann og eiginkona hans, Melinda, byrjuðu að ferðast vítt og breitt um heiminn.

„Ég hef heimsótt lönd þar sem börnin leika í skurðum fullum af mannasaur, salernin eru tæmd með höndunum, þar sem lyktin frá salernunum er svo slæm að fólk vill ekki nota þau og fólk drekkur vatn mengað með mannasaur. Fyrir tíu árum hefði ég aldrei trúað að ég myndi vita svona mikið um mannasaur og ég var nokkuð viss um að Melinda myndi aldrei þurfa að stoppa mig í að ræða um salerni við matarborðið.“

Sagði Gates úr ræðustól.

Hann segir að árlega látist 500.000 börn um allan heim af völdum niðurgangs, kóleru og taugaveiki.

Þau salerni sem notuð eru í dag senda úrganginn frá sér með því að vatn skolar honum niður. En í mörgum fátækum ríkjum eru salernin ekki tengd við frárennsliskerfi og það er sá vandi sem Gates vill leysa.

Tæknin í hinu nýja salerni Gates gerir að verkum að salernið tekur saurinn og drepur sjúkdómsvaldandi bakteríur. Ekki þarf að tengja salernið við frárennsliskerfi og því hentar það vel í fátækum löndum. Gates líkir þessu verkefni við það þegar hann var að byrja með Microsoft. Þá höfðu fáir efni á að eignast tölvu og grín var gert að þeim draumi hans að gera tölvur að almannaeign en í dag er það Gates sem getur hlegið að þeim sem hlógu að honum á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út