fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Skelfileg morðalda í Lundúnum – Jafn mörg morð á árinu eins og allt árið í fyrra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 04:52

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfileg alda ofbeldis og morða hefur verið í Lundúnum undanfarna mánuði. Það sem af er ári hafa 118 verið myrtir í borginni en það eru jafn margir og voru myrtir þar allt síðasta ár samkvæmt tölum frá Innanríkisráðuneytinu. Inni í þessum tölum eru ekki 13 fórnarlömb hryðjuverkaárása sem voru gerðar í borginni á síðasta ári.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt tölum lögreglunnar hafi 120 verið myrtir á árinu en inni í þeirri tölu eru tvö mál þar sem talið er að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

68 hafa verið stungnir til bana, 12 skotnir og tveir skotnir og stungnir. Í þriðjungi málanna voru fórnarlömbin á aldrinum 16 til 24 ára, 20 voru á unglingsaldri. Af fórnarlömbunum á aldrinum 16 til 24 ára voru 30 stungin, níu voru skotin, tvö voru skotin og stungin og eitt hrapaði til bana. Af unglingunum voru sex skotnir og 14 stungnir.

111 morð voru framin í borginni 2016 og 122 árinu á undan. Þar á undan hafði morðum farið fækkandi frá 2007 en þá voru þau 164 og voru komin niður í 91 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?