fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Kaffi hjálpar fólki að læra og muna

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 05:00

Mynd/Getty

Ef maður vill fá enn meira út úr próflestrinum þá er góð hugmynd að fá sér stóran kaffibolla um leið og lestri er lokið. Neysla á koffíni, sem er meðal annars að finna í kaffi, hefur nefnilega þá ánægjulegu aukaverkanir að sú virkni heilans sem sér um að varðveita upplýsingar eykst.

Þetta kemur fram í niðurstöðum bandarískrar rannsóknar frá árinu 2014 og segja vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni að 200 milligrömm af koffíni auki virkni minnisstöðva heilans og ef þess er neytt strax eftir að fólk hefur meðtekið upplýsingar sem það vill gjarnan geyma þá aukist líkurnar á að heilinn geymi upplýsingarnar. Í venjulegum kaffibolla eru 50 til 80 milligrömm af koffíni.

Í rannsókninni könnuðu vísindamennirnir hvort fólk sem fékk 200 milligrömm af koffíni ætti auðveldara með að muna eftir myndum, sem þeim voru sýndar, eftir einn sólarhring og flokka þær frá áður óséðum myndum en þeir sem höfðu fengið 100 milligrömm af koffíni. Það reyndist vera.

Einnig var kannað hvaða áhrif það hafði á fólk að innbyrða 300 milligrömm af koffíni og kom í ljós að það bætti engu við áhrifin miðað við þá sem tóku 200 milligrömm. Koffín jók því virkni minnisstöðvanna en aðeins upp að vissu marki.

Í samtali við videnskab.dk sagði Albert Gjedde, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að heilafrumurnar verði mettar á ákveðnum tímapunkti og því náist ekki betri árangur með því að innbyrða meira koffín, mörkin virðist liggja við þessi 200 milligrömm.

Jesper Mogensen, prófessor við Kaupmannhafnarháskóla, bendir fólki þó á að gæta varúðar og hófs í neyslu koffíns vegna aukaverkana. Meðal þeirra eru svefnerfiðleikar, aukin hjartsláttur og stress. Þetta hafi síðan allt áhrif á andlega frammistöðu okkar. Hann sagði að hugsanlega væri hægt að ná fram sömu áhrifum og með 200 milligrömmum af koffíni með því að hlusta á uppáhaldstónlistina sína eða með líkamsrækt. Það þyrfti að koma efnum og taugaboðum í heilanum í gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út