fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

„Þeir voru bara að vinka bless“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af um það bil 60 menntaskólastrákum hefur verið fordæmd víða, en á henni virðast piltarnir senda nasistakveðju. Myndin var tekin í maí síðastliðnum í Wisconsin í Bandaríkjunum en það var á dögunum sem hún birtist opinberlega og fór sem eldur í sinu um netheima.

Nú hefur maðurinn sem tók myndina stigið fram og komið drengjunum til varnar. Pete Gust er faðir eins af piltunum á myndinni og var það hann sem tók myndina. Hann veit því hvað gekk á áður en myndin var tekin.

Í samtali við AP-fréttastofuna segir Pete að piltanir hafi einfaldlega verið að „vinka foreldrum sínum bless“ áður en þeir héldu á lokaball skólans. Pete segist þó skilja það að myndin hafi farið fyrir brjóstið á mörgum og handabendingar piltanna líti ekki beint vel út.

Aðspurður hvort tilgangurinn hafi verið að senda kveðju að hætti nasista, segir Pete að hann hafi ekki skynjað það þegar myndin var tekin. „Það var ekkert sem gaf það til kynna. Markmiðið var ekki að líkja eftir einu eða neinu og klárlega ekki að móðga neinn.“

Samtök gyðinga gagnrýndu myndina harðlega, þar á meðal Auschwitz-Birkenau-safnið í Póllandi.

Jordan Blue, einn þeirra pilta sem er með hægri höndina niðri á myndinni, segist telja að um vanhugsað grín hafi verið að ræða. Félagar hans hafi sannarlega ætlað að senda nasistakveðju en ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum
Pressan
Í gær

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi
Pressan
Í gær

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað
Pressan
Í gær

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill lyfjaskortur í Noregi

Mikill lyfjaskortur í Noregi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum