fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

60 hótelgestir í Danmörku veiktust skyndilega

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 16:30

„Þetta er ekkert annað en stórslys,“ segir Chalotte Christansen, hótelstjóri í Ringkøbing í Danmörku en minnst 60 gestir á hótelinu veiktust skyndilega á dögunum.

Fólkið veiktist af nóróveirunni en ekki liggur fyrir hvaðan smitið kom; hvort gestir hafi veikst eftir að hafa borðað á hótelinu eða hvort einhver einn gestur hafi smitað hina.

Nóróveiran getur verið svæsin en henni geta fylgt uppköst, niðurgangur, höfuðverkur, kviðverkir, beinverkir og hiti. Sem betur fer gengur sjúkdómurinn yfir á einum til tveimur dögum yfirleitt.

„Við viljum bara að fólk geti farið ánægt héðan,“ segir Chalotte í samtali við TV Midwest í Danmörku. Sjálf segist hún ekki telja að matnum á hótelinu sé um að kenna en þó er ekki hægt að útiloka það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?