fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Óhugnanleg mynd vekur ótta um að árásir séu yfirvofandi á sænska skóla – Aukin öryggisgæsla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 08:21

Myndin sem um ræðir.

Undanfarið hefur óhugnanlegri mynd verið dreift á samfélagsmiðlum í Svíþjóð og þá aðallega hjá fólki sem býr í Trollhättan og Vänersborg. Á myndinni sést baksvipur einhvers sem er klæddur eins og Anton Lundin Pettersson sem myrti þrjá í skóla í Trollhättan 2015. Myndin hefur vakið töluverðan ótta um að árásir á skóla séu í bígerð. Öryggisgæsla hefur því verið aukin í skólum á þessum svæðum og starfsfólk er beðið að vera á varðbergi.

Myndinni hefur meðal annars verið dreift á Snapchat og Facebook. Sá sem er á myndinn er í síðri svartri kápu eins og Anton Lundin Pettersson klæddist þegar hann gekk inn í Kronan skólann í Trollhättan vopnaður sverði haustið 2015 og myrti þrjá. Með myndinn er texti þar sem fólki í Trollhättan og Vänersborg er sagt að gæta sín.

Anton Lundin Pettersson í Kronan skólanum.

Í báðum sveitarfélögunum hefur verið brugðist við þessu með því að auka öryggisgæslu í og við skóla að sögn Aftonbladet. Lögreglan vinnur með skólayfirvöldum að málinu og fylgist náið með.

Myndin var tekin utandyra í Trollhättan við strætisvagnastöð en ekki er vitað hvenær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út