fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

65 hafa látist í skógareldunum í Kaliforníu – 630 er saknað – 9.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 04:20

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Kaliforníu hafa staðfest að 65 eru látnir af völdum skógareldanna sem geisa nú í ríkinu. 630 er saknað en það eru mun fleiri en áður var talið. Yfirvöld segja að stóran hluta dauðsfallanna megi rekja til þess hversu hratt eldurinn fór um bæinn Paradise en hann er nánast horfinn af kortinu eftir eldhafið. Þar bjuggu 27.000 manns áður en eldarnir blossuðu upp.

Donald Trump, forseti, ætlar að heimsækja Kaliforníu á morgun og hitta fólk sem hefur lent í þessum miklum hamförum. Um síðustu helgi fór hann mikinn á Twitter og sagði að ástæða eldanna væri léleg stjórnun á skógræktarmálum í Kaliforníu. Þessu brugðust yfirvöld í Kaliforníu illa við sem og slökkviliðsmenn.

Eldarnir eru þeir verstu í sögu Kaliforníu. Sterkir vindir frá Kyrrahafi hafa hraðað útbreiðslu eldanna í skraufaþurrum gróðrinum. Í nýlegri umfjöllun DV  er hægt að lesa nánar um ástæður þess að þessir miklu skógareldar geisa nú.

Sérþjálfaðir hundar eru notaðir við leit að látnu fólki á hamfærasvæðunum. Yfirvöld óttast að margt eldra fólk hafi ekki náð að forða sér í tíma undan eldhafinu. Rúmlega 9.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana og koma þeir víða að úr Bandaríkjunum. Rúmlega 1.000 slökkviliðsbílar eru notaðir, auk tuga þyrla og flugvéla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey
Pressan
Í gær

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár