fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

„Ég er ekki hissa að ég hafi verið kallaður lygari í 30 ár“

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eduoard Fritch, forseti Frönsku Pólýnesíu, hefur viðurkennt að yfirvöld þar hafi logið blákalt að þegnum sínum um afleiðingar kjarnorkutilrauna við eyjaklasann í Suður-Kyrrahafi.

Franska Pólýnesía er á frönsku yfirráðasvæði og á árunum 1960 til 1996 stunduðu Frakkar miklar kjarnorkutilraunir. Alls voru sprengdar 193 sprengjur á svæði við eyjarnar.

„Ég er ekki hissa að ég hafi verið kallaður lygari í 30 ár. Við lugum að íbúum að þessar tilraunir væru öruggar og afleiðingarnir yrðu engar,“ sagði Fritch á fimmtudag. Yfirvöld í Frakklandi hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Árið 2010 samþykktu frönsk stjórnvöld að greiða yfirvöldum í Frönsku Pólýnesíu fleiri milljónir evra í bætur vegna kjarnorkutilraunanna.

Bruna Barrillott, uppljóstrari sem varpaði ljósi á afleiðingar tilraunanna á sínum tíma, lést á síðasta ári en það var hann sem benti á aukna tíðni hvítblæðis og skjaldkirtilskrabbameins meðal íbúa.

Árið 2016 viðurkennti Francois Hollande Frakklandsforseti að kjarnorkutilraunirnar hefðu haft afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á svæðinu en hrósaði jafnframt yfirvöldum í Frönsku Pólýnesíu. Sagði hann að yfirvöld þar hefðu lagt grunninn að sterkri stöðu Frakka sem eins af kjarnorkuveldunum níu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða