fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Hjákonan rífur þögnina: „Hann laug um allt“ – Fékk hrollvekjandi skilaboð eftir morðin

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 20:00

Nichol Kessinger, hjákona Chris Watts, mannsins sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og tvö börn, hefur stigið fram og tjáð sig um samband þeirra við bandaríska fjölmiðla.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum en morðin voru framin í ágúst síðastliðnum. Eiginkona Watts, Shanann, var 34 ára og komin fimmtán vikur á leið með þeirra þriðja barn. Dætur þeirra voru þriggja og fjögurra ára.

Sleppur við dauðadóm

Watts játaði á dögunum að hafa banað fjölskyldu sinni en um leið slapp hann við dauðadóm sem hann átti yfir höfði sér. Mun hann þess í stað fá lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Watts kom fram í sjónvarpsviðtölum í sumar þar sem hann lýsti yfir áhyggjum af fjölskyldu sinni. Þetta var aðeins tveimur dögum eftir að hann myrti fjölskyldu sína með köldu blóði.

Eftir morðin kom upp á yfirborðið að hann hafði haldið fram hjá eiginkonu sinni með Nichol Kessinger. Eftir morðin sendi hann henni skilaboð þess efnis að fjölskyldan væri „farin“.

„Hann er lygari“

Eins og kemur fram hér að framan hafði Watts tilkynnt um hvarf fjölskyldu sinnar. Hann sagði að eiginkona sín hefði farið út á leikvöll með dætrum þeirra en ekki skilað sér heim. Kom hann fram í viðtölum þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af afdrifum þeirra.

Í samtali við Denver Post segir Nichol að Watts hafi talið henni trú um að þau hjónin væru skilin að borði og sæng. Svo var þó ekki og segir Nichol að Watts hafi ekki verið með giftingarhringinn þegar þau hittust.

„Hann taldi mér trú um að hann væri skynsamur og góður faðir. Hann er lygari. Hann laug um allt,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki vitað að hann væri enn kvæntur fyrr en eiginkonan og börnin voru horfin. Þann dag segir Nichol að Watts hafi verið virkað venjulegur, sagt að fjölskyldan væri „farin“ en að öðru leyti hagað sér eins og venjulega.

Ekki í vafa um sekt hans

Nichol segir að það hafi komið henni á óvart að sjá Watts síðan í sjónvarpsviðtölum eftir hvarfið þar sem hann biðlaði til þeirra að koma heim. Þegar hún fór að ganga á hann og spyrja hann út í hjónabandið og hvarf fjölskyldu hans hafi hann sagt henni sannleikann. Hann hafi þó aldrei viðurkennt að hafa gert þeim mein.

Nichol segir að þau hafi byrjað að hittast í júlí síðastliðnum, örfáum vikum fyrir morðin. Hún segist í dag ekki í nokkrum vafa um að hann hafi drepið fjölskyldu sína eins og hann hefur raunar viðurkennt að hafa gert.

Dómur í málinu verður kveðinn upp á mánudag en allt bendir til þess að lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn verði niðurstaðan, svo lengi dómari samþykkir samkomulag saksóknara og Watts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?