fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Dýrkeyptur heiðarleiki – Kom upp um skattsvik upp á 740 milljarða – Missti vinnuna og fær ekki bætur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéphanie Gibaud gjalt það dýru verði að leggja frönskum yfirvöldum lið við að koma upp um umfangsmikil skattsvik á vegum svissneska UBS bankans. Hún njósnaði fyrir frönsk yfirvöld og njósnir hennar urðu til þess að upp komst um skattsvik upp á sem svarar til um 740 milljarða íslenskra króna.

Bloomberg skýrir frá þessu. Fram kemur að Gibaud hafi starfað í þeirri deild UBS sem sá um málefni vel efnaðra Frakka. Hún var rekin úr starfi 2012 en hún hafði verið á snærum skattayfirvalda frá 2011.

Hún stefndi franska ríkinu og krafðist bóta upp á sem svarar til um 500 milljóna íslenskra króna vegna brottrekstursins og tekjutaps í framhaldi af honum. Hún taldi að hún hefði misst vinnuna vegna starfa sinna fyrir skattayfirvöld. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að henni hefði ekki tekist að sýna fram á að brottreksturinn hefði verið vegna starfa hennar fyrir skattayfirvöld en þótti sannað að hún hefði lagt sitt af mörkum við að koma upp um skattsvikin og að það hefði valdið henni miklu álagi. Henni voru dæmdar sem svarar til um 400.000 íslenskra króna í bætur vegna þessa.

Lögmaður Gibaud segir að hún hafi byrjað að safna gögnum um skattaundanskotin 2008 þegar hún neitað að eyða skjölum sem henni hafði verið skipað að eyða.

UBS þvertekur fyrir að hafa staðið fyrir skattsvikum og segir að Gibaud sé ekki trúverðugt vitni og segir að margt af því sem hún segi sé ekki á rökum reist og/eða tekið úr samhengi.

Dómur verður kveðinn upp í máli bankans þann 20. febrúar á næsta ári. Bankinn á yfir höfði sér sekt upp á allt að 5,3 milljarða evra ef hann verður fundinn sekur um skattsvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Í gær

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás