fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Kannabisneysla þrefaldar líkurnar á geðrofi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 22:45

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að kannabisnotkun valdi geðrofi hjá fólki en ekki öfugt. Norskir og bandarískir vísindamenn rannsökuðu áhrif kannabisnotkunar og einkenni geðrofs hjá tæplega 1.400 tvíburapörum. Í ljós kom að sterkt samhengi var á milli kannabisnotkunar og almennra einkenna geðrofs. Áður hefur verið sýnt fram á þetta samhengi.

Eivind Ystrøm, sem vann að rannsókninni, segir að þessar niðurstöður sýni að ef annar tvíburinn reyki kannabis séu 3,5 sinnum meiri líkur á að hann þrói með sér geðrof en sá sem ekki notar kannabis. Hann sagði að ekki væri annað að sjá en kannabisneysla orsaki geðrof.

Eineggja tvíburar eru með samskonar erfðavísa og verða að jafnaði fyrir mjög álíka umhverfisáhrifum. Ef annar þeirra þjáist af geðrofa og líferni þeirra hefur verið ólíkt, til dæmis hefur annar þeirra notað kannabis, þá er það að sögn Ystrøm sterk vísbending um að kannabis valdi geðrofi. Sérstaklega ef niðurstaðan er sú sama hjá mörgum tvíburapörum.

Í rannsókninni var rætt beint við þátttakendurna og þeir rannsakaðir, þeir voru ekki látnir fylla út spurningalista. Þetta segir Ystrøm að geri niðurstöðurnar sterkari og þær séu meira en bara vísbending.

Geðrof er mjög arfgengt og því getur hugsast að þeir sem fá geðrof hefðu fengið það hvort sem þeir notuðu kannabis eða ekki. Ef þeir hefðu sleppt því að nota kannabis gæti hugsast að geðrofið hefði ekki brotist út fyrr en síðar. Fyrri rannsókn sýnir að sögn Aftenposten að kannabisnotkun geti valdið því að arfgengt geðrof brjótist út tæplega þremur árum fyrr en ella.

Vísindamennirnir tóku tillit til erfðafræðilegra þátta og umhverfisáhrifa í rannsókninni og niðurstaðan var eins og fyrr greindi að mun meiri líkur voru á að þeir sem misnota kannabis fái geðrof.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út