fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ný ofur-jörð er ekki fjarri jörðinni okkar – Telja að þar geti verið líf

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 18:00

Teikning af Barnard's Star b. Mynd:ESO - M. Kornmesser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðeins sex ljósára fjarlægð frá jörðinni er plánetan Barnard‘s Star b sem er frosin en þar er hugsanlega líf að mati vísindamanna. Barnard‘s Star b er á braut um Barnard´s Star sem er rauð dvergstjarna í Vetrarbrautinni okkar og sú stjarna sem er næsti nágranni sólarinnar okkar.

Barnard‘s Star b er að minnsta kosti 3,2 sinnum stærri en jörðin en yfirborðshitinn á henni er talin vera 150 gráður í mínus. Þetta er vegna þess að stjarnan, Barnard‘s Star, gefur litla birtu frá sér eða um 3% af því sem sólin okkar gefur frá sér.

Þrátt fyrir þetta telja vísindamen að undir ísilögðu yfirborðinu sé fljótandi vatn og þar sé hugsanlega hitavirkni þar sem heitt jarðhitavatn streymir út í vatnið. Að þeirra mati er ekki óhugsandi að líf sé að finna í þessu vatni. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature.

Teikning af yfirborði Barnard’s Star b. Mynd:IEEC/Science-Wave/Guillem Ramisa

Carole Haswell, sem vann að rannsókninni, segir að líklegast sé hitastigið á Barnard‘s Star b svipað og er á Evrópu sem er eitt tungla Júpiters. Á Evrópu sé vatn þar sem talið sé að líf geti þrifist, ekki sé útilokað að svipaðar aðstæður séu uppi á Barnard‘s Star b.

En þótt það séu aðeins sex ljósár til Barnard‘s Star b þá mun það taka okkur rúmlega 100.000 ár að komast þangað með þeirri tækni sem við búum yfir í dag. Við munum því ekki skjótast þangað til að kanna aðstæður á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar