fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Sífellt fleiri tilfelli banvæns krabbameins í Evrópu – Meðallíftíminn er fjórir og hálfur mánuður frá greiningu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 21:15

Samkvæmt tölum frá samtökunum United European Gastroenterology, sem hafa greint tölur um krabbamein í brisi í Evrópu frá 1990 til 2016, hefur tilfellunum fjölgað mikið og dánartíðnin hefur hækkað. Ein helsta orsök krabbameins í brisi er talin vera í maga og meltingarkerfinu en sífellt meiri athygli beinist að þessum svæðum í tengslum við rannsóknir á ýmsum sjúkdómum.

Niðurstöður samtakanna eru allt annað en góðar. Samkvæmt þeim hefur dánartíðnin af völdum krabbameins í brisi hækkað um fimm prósent á tímabilinu en 95.000 Evrópubúar létust af völdum þess 2016. Verst er ástandið í Rúmeníu og Kýpur en þar jókst dánartíðnin um 31 prósent á tímabilinu. Í Belgíu, Írlandi og Finnlandi lækkaði dánartíðnin hins vegar um sjö prósent.

Vísindamenn hafa komist að því að með því að fjarlægja ákveðnar bakteríur úr maganum og brisinu er hægt að seinka framþróun krabbameinsins og styrkja ónæmiskerfi líkamans. Vonast er til að á næstu fimm árum komi fram ný vitneskja á þessu sviði sem geti orðið til að bæta möguleikana á meðhöndlun sjúklinga og þannig verði hægt að lækka dánartíðnina.

Meðallíftíminn frá greiningu krabbameins í brisi er fjórir og hálfur mánuður en þessi tegund krabbameins er með eina hæstu dánartíðnina.

Krabbamein í brisi hefur verið nefnt „hljóðláti morðinginn“ því erfitt er að koma auga á einkenni þess og miklar líkur eru á því að það breiðist út. Helstu einkenni þess eru gulleit húð, maga- eða bakverkir, óútskýrt þyngdartap, ljósar hægðir, dökkt þvag og lystarleysi. Þrátt fyrir að þessi tegund krabbameins sé mjög alvarleg þá snúast aðeins tvö prósent krabbameinsrannsókna í Evrópu um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út