fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Afhjúpa skuggalegan iðnað í Tékklandi: Aldrei séð neitt þessu líkt á 25 árum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef unnið í þessum eftirlitsiðnaði í 25 ár en ástandið þarna var virkilega skelfilegt,“ segir Pavla Rihova sem starfar fyrir tékkneska eftirlitsstofnun um velferð dýra í landinu. Óhætt er að segja að ófögur sjón hafi mætt starfsmönnum stofnunarinnar fyrir skemmstu þegar ráðist var til inngöngu í gamla verksmiðju í höfuðborginni Prag.

Ljóst var að þarna höfðu verið stunduð skipulögð dráp á tígrisdýrum og ljónum. Í verksmiðjunni var gamall frystir sem hafði augljóslega bilað fyrir löngu síðan. Rotnandi leifar dýranna voru í frystinum og lyktin eftir því.
Breska blaðið Guardian fjallaði ítarlega um þetta á dögunum en undanfarin misseri hafi tékknesk tollgæsluyfirvöld rannsakað skipulagða glæpastarfsemi sem lýtur að smygli á afurðum þessara dýra sem eru í mikilli útrýmingarhættu.

Um er að ræða smyglhring sem samanstendur af tékkneskum og víetnömskum glæpamönnum.

Það er trú fjölmargra íbúa Asíu og víðar að afurðir unnar úr tígrisdýrum, blóði og beinum til dæmis, séu allra meina bót. Í ljós kom að tígrisdýr og ljón höfðu verið flutt til Tékklands undir því yfirskini að dýrin ætti að nota í sirkusum og dýragörðum í Tékklandi. Hvolpar ljóna og tígrisdýra hafa verið vinsælir meðal ungra barna en slíkir hvolpar þykja tiltölulega hættulausir og geta börnin jafnvel leikið við þá eins og um hvern annan kettling væri að ræða.

„En þú getur í mesta lagi notað þá í þeim tilgangi í hálft ár – eitt ár í mesta lagi, því þá verða þeir of hættulegir fyrir börn,“ segir Rihova við Guardian. Og til að anna aukinni eftirspurn eftir dýrunum þarf að rækta fleiri. Þegar ungarnir hafa náð eins árs aldri eru þeir yfirleitt fluttir í dýragarða eða sirkusa þar sem hægt er að nota þá í nokkur ár. En þegar dýrin ná kynþroskaaldri, fjögurra til fimm ára, verða þau of hættuleg og þá eru ekki lengur not fyrir þau. Þá eru þau send í verksmiðju líkt og fannst í Prag fyrir skemmstu.

Rihova óttast að Tékkland sé ekki eina Evrópulandið þar sem iðnaður sem þessi er stundaður. Ekki þarf að taka fram að flutningur á dýrum eins og tígrisdýrum og ljónum er háður miklum takmörkunum í Evrópu og víða er hann bannaður með öllu.
„Yfirvöld í ríkjum Evrópu telja sig hafa ágæta skrá yfir fjölda dýra en svo er ekki,“ segir hún.

Í Tékklandi kveða lög og reglur á um að allar upplýsingar um tígrisdýr séu skráðar sérstaklega. Þetta á til dæmis við um fæðingar, dauða og kaup og sölur á dýrunum. Rihova og samstarfsmenn hennar komust að því að víða væri pottur brotinn og skráningum verulega ábótavant.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum