fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Morðinginn handsamaður eftir tíu ár á flótta

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 20:30

Bandarísk löggæsluyfirvöld hafa haft hendur í hári 35 ára karlmanns, Oscar Davila Rodriguez. Oscar þessi var ákærður fyrir morð á fyrrverandi kærustu sinni, Nydiu Maldonado, sem var stungin á heimili sínu í McAllen í Texas árið 2005.

Oscar var talinn hafa brotist inn á heimili hennar þar sem hann lagði til hennar með hníf og kyrkti hana. Meðan málið var til meðferðar fyrir dómstólum fékk Oscar sig lausan gegn 100 þúsund dala tryggingu og rétt áður en kveða átti upp dóm árið 2008 lét hann sig hverfa. Að Oscari fjarstöddum var dómur engu að síður kveðinn upp og var niðurstaðan 40 ára fangelsi.

Þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu spurðist ekkert til Oscars og taldi lögreglan að hann hefði komist úr landi. Sá grunur reyndist á rökum reistur því hann var handtekinn á dögunum í Mexíkó og framseldur til Bandaríkjanna.

Saksóknaraembættið í Hidalgo-sýslu segir að þrotlaus vinna lögreglu hafi skilað því að Oscar var handtekinn. Ekki kemur fram í tilkynningu embættisins hvernig lögreglan komst á snoðir um dvalarstað hans í Mexíkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út