fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Brá illilega þegar hún fór að gröf dóttur sinnar – „Það furðulegasta sem ég hef séð“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 08:10

Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar fyrir Camilla Haak. Þann níunda nóvember var dóttir hennar Helena jarðsett en hún lést aðeins 28 ára að aldri. Fyrir nokkrum dögum síðan, í miðju sorgarferlinu, gerðist síðan svolítið sem hafði mikil áhrif á Camilla.

Helena var mjög áhugasöm um listir og upprunaleg verk og af þeim sökum ákvað Camilla að kaupa grafskreytingu, sem væri alveg einstök, og leggja á gröf Helena þegar hún var jarðsett. En skömmu síða var skreytingunni stolið.

TV2 hefur eftir henni að henni hafi brugðið illa við þetta. Hún hafi verið niðurbrotin af sorg og svo hafi þetta bæst við. Hún hafi varla getið sofið né borðað. Hún sagði að sjónin sem mætti henni þegar hún kom að gröfinni hafi verið sú furðulegasta sem hún hefur séð á lífsleiðinni.

Hún birti færslu á Facebook um málið því þegar hún setti sig í samband við lögregluna var henni sagt að lögreglan gæti ekki sett málið í forgang. Skömmu eftir að hún birti færslu sína komu skilaboð frá vinum og kunningjum. Þeir höfðu sé myndir af skreytingu, sem líktist umræddru skreytingu, á Instagram og fylgdi sögunni að hún hefði verið notuð í sængurgjafarveislu. Eini munurinn var að skreytingin á Instragram myndunum var skreytt með bláum borða. Þar sem skreytingin var alveg einstök lá strax ljóst fyrir að hér var um sömu skreytingu að ræða.

Facebookfærsla Camilla.

Camilla fékk þá skýringu hjá skipuleggjanda sængurgjafarveislunnar að hún hefði fengið skreytinguna að gjöf. Camilla sótti hana og setti aftur á leiðið og er málinu þar með lokið að hennar hálfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út