fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fann stolið Picasso málverk úti í skógi – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 20:30

Höfuð Harlequin eftir Picasso.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fékk hollenski rithöfundurinn Mira Feticu nafnlausa ábendingu um að á ákveðnum stað í skógi í Rúmeníu væri málverk, sem nefnist Höfuð Harlequin, eftir Pablo Picasso en því var stolið í umtöluðu listaverkaráni 2012.

Feticu fann málverkið á laugardaginn, 10 dögum eftir hún fékk ábendinguna. Því hafði verið pakkað inn í plast og Feticu og blaðamaður sem var í för með henni afhentu yfirvöldum málverið strax til að hægt væri að skera úr um hvort hér væri hið upprunalega málverk komið en verðmæti þess er um 800.000 evrur.

Fréttin um þetta fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og vakti að vonum mikla athygli. En nú eru komnar fram nýjar upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið um upprunalega málverkið að ræða. Feticu fékk tölvupóst á sunnudaginn frá belgískum leikstjóra sem sagði að allt hefði þetta verið hluti af verkefninu True Copy sem fjallar meðal annars um gildi sannleikans. Verkefnið hefur að sögn verið í gangi í tvö ár en það er helgað hinum alræmda Geert Jan Jansen, sem seldi fjölda falsaðra listaverka sem upprunaleg væru, þar á meðal eftir Picasso og Klimt. Endi var bundinn á þessa iðju hans 1994 þegar hann var handtekinn en áður hafði hann selt mikinn fjölda málverka.

Á heimasíðu verkefnisins kemur fram að það hafi verið undirbúið leynilega undanfarna mánuði með það að markmiði að finna umrætt málverk. Einnig kemur fram að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið fyrr en það hefur verið rætt við Feticu og blaðamanninn sem var í för með henni.

Málverkinu var stolið ásamt sex öðrum úr listasafni í Rotterdam 2012. Ránið tók aðeins þrjár mínútur. Tveimur árum síðar voru fjórir handteknir vegna málsins og voru þeir krafðir um 18 milljónir evra í bætur fyrir málverkin. Málverkin hafa aldrei fundist og óttast er að þau hafi verið eyðilögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?