fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þetta fundu þeir í maga hvalsins – Mikið áhyggjuefni, segja vísindamenn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn sem skoðuðu hræ af hvali sem rak á strendur Indónesíu fyrir skemmstu trúðu vart eigin augum þegar þeir skoðuðu innihaldið í maga hans.

Mikið hefur verið rætt um plastmengun í höfum að undanförnu og varpar þetta tiltekna hræ ákveðnu ljósi á það risavaxna vandamál sem heimsbyggðin þarf að glíma við á komandi árum.

Í maganum fundust 5,9 kíló af allskonar plastúrgangi; 115 plastglös, fjórar plastflöskur, 25 plastpokar, tveir inniskór úr plasti, nylon-poki og rúmlega þúsundir aðrar plastagnir. Breska blaðið Guardian fjallaði um þetta á vef sínum í dag.

Um var að ræða hræ af búrhval sem var 9,5 metra langur en hann fannst í Wakatobi-þjóðgarðinum í Sulawesi. Höfin við Indónesíu og nágrenni eru mjög menguð og er ekki óalgengt að rekast á allskonar plastúrgang við strendurnar.

Heri Santoso, þjóðgarðsvörður í Wakatobi, segir við Guardian að ekki liggi fyrir hvers vegna hvalurinn drapst. Hún segir að innihaldið í maga hans hafi að minnsta kosti ekki hjálpað hvalnum, svo mikið sé víst.

Indónesar framleiða gríðarlegt magn af plasti en talið er að 3,2 milljónir tonna af plasti séu ekki endurunnin á neinn hátt í landinu á hverju ári. Með öðrum orðum er þetta plast sem endar í náttúrunni, þar af 1,3 milljónir tonna í höfunum.

Guardian hefur eftir Luhut Binsar Pandjaitan, ráðherra hafmála í Indónesíu, að þetta tiltekna mál ætti að opna augu landsmanna fyrir vandanum. Segir hann að stjórnvöld í Indónesíu séu að reyna að taka á vandanum og hvetja verslunareigendur og viðskiptavini þeirra til að hætta að nota plastpoka. Hafa stjórnvöld sett sér það markmið að minnka plastnotkun um 70% fyrir árið 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?