fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Ung kona hélt að Gudrun væri norn og myrti hana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 07:10

Gudrun Myvang.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófust réttarhöld i Senja í Noregi yfir 22 ára konu sem er ákærð fyrir morð í nóvember á síðasta ári. Hún myrti þá 84 ára gamla konu, Gudrun Myrvang Thomassen, á heimili hennar í Lenvik í Troms. Unga konan þjáðist af ranghugmyndum og taldi að Gudrun væri norn. Áður hafði hún haft í hótunum við ættingja sína.

TV2 skýrir frá þessu. Lögreglunni var tilkynnt um hótanir konunnar í garð ættingja sinna og voru lögreglumenn þá sendir heim til hennar. Þegar þeir komu þangað sáu þeir blóð á dyrum nágrannans, Gudrun Myrvang. Inni í íbúð hennar fundu þeir gömlu konuna helsærða en hún hafði verið stungin mörgum stungum. Hún lést skömmu eftir að lögreglumennirnir komu á vettvang.

Hin ákærða var í íbúð gömlu konunnar og var handtekin. Fyrir dómi kom fram að konan hafi þjáðst af ranghugmyndum og hafi verið í geðrofi á þeirri þegar hún myrti Gudrun. Hún taldi að Gudrun væri norn og hafði reynt að kveikja í henni áður en lögreglumenn komu á vettvang.

Konan hefur verið vistuð á geðdeild í Tromsø síðan hún var handtekin. Saksóknari segist ætla að krefjast þess að hún verði dæmd til vistunar á geðdeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum