fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

58.000 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á tveimur vikum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 07:46

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í litla ítalska þorpinu Acquetico hafa 58.000 ökumenn verið staðnir að of hröðum akstri á aðeins tveimur vikum. Hraðamyndavél var sett upp í tilraunaskyni í bænum en enginn átti von á þessum gríðarlega fjölda brota.

Hámarkshraðinn í þorpinu er 50 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist á 135 km/klst. Þorpið er í norðurhluta landsins nærri frönsku landamærunum. Þetta er sannkallað þorp því þarna búa aðeins um 120 manns, flestir á efri árum. Bæjarstjórinn ákvað að setja upp hraðamyndavél eftir að íbúar höfðu kvartað yfir hraðakstri.

Sky segir að frá 13. til 27. september hafi 58.568 ökumenn verið staðnir að of hröðum akstri í þorpinu. Þjóðvegur SS28 liggur í gegnum það og gildir 50 km/klst hámarkshraði á honum þann spöl sem liggur í gegnum þorpið. Bæjarstjórinn íhugar nú að láta setja hraðamyndavél upp fyrir fullt og virðist sem ekki sé vanþörf á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu