fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hún bannaði syni sínum að fara í íbúðina – Hann gerði það samt og kom aldrei aftur heim

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 06:39

Marcus Elias Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Tanja Andersen fór að sofa að kvöldi laugardagsins 10. mars síðastliðinn var hún óróleg. 14 ára sonur hennar, Marcus Elias Andersen, hafði ekki skilað sér heim í íbúð þeirra á Amager í Kaupmannahöfn. Hún hafði hringt margoft í hann allan daginn en hann hafði ekki svarað og smáskilaboðum hennar hafði hann heldur ekki svarað. Það hafði hann ekki gert síðan kvöldið áður.

Tanja var áhyggjufull en hún hafði lent í þessu áður og hugsaði með sér að hann kæmi örugglega heim um nóttina. Þess vegna skildi hún eftir ólæst og fór að sofa. Síðar um nóttina var hringt í neyðarlínuna og tilkynnt um pilt liggjandi á gangstétt á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Á meðan rætt var við tilkynnanda, 19 ára mann, bar leigubílstjóra að og hóf hann endurlífgunartilraunir á piltinum.

Síðan komu sjúkraflutningsmenn og lögreglumenn á vettvang og tóku við endurlífgun. Pilturinn, sem var Marcus, var fluttur á bráðamóttöku Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn en læknum var fljótt ljóst að ekki var hægt að bjarga lífi hans og hann var úrskurðaður látinn á þriðja tímanum um nóttina. Læknar töldu að hann hefði þá verið látinn í nokkrar klukkustundir.

Um morguninn komu lögreglumenn heim til Tanja og skýrðu henni frá láti Marcus. Þeir sögðu að hann hefði látist af of stórum skammti af metadon.

Trúði þessu ekki

Í samtali við TV2 sagði Tanja að heimur hennar hafi hrunið til grunna við þessar fréttir. Hún hafi ekki trúað þessu í fyrstu, sonur hennar myndi aldrei taka svona efni, það höfðu þau rætt. Eitthvað annað hlaut að hafa komið fyrir hann.

Marcus hafði ánægju af skólagöngu sinni til að byrja með en síðan fór að síga á ógæfuhliðina og eftir að hafa skipt nokkrum sinnum um skóla hvarf öll löngun hans og ánægja við að ganga í skóla. Þegar hann komst á unglingsaldurinn hætti hann í fótbolta, sem hafði verið líf hans og yndi, og fór að stunda æfingar á hlaupahjóli. Tanja óttaðist að hann myndi enda í slæmum félagsskap og eitthvað hræðilegt myndi koma fyrir einkason hennar.

Dánarorsökin var önnur

Þegar niðurstaða krufningar lá fyrir var ljóst að það var ekki metadon sem hafði orðið Marcus að bana heldur hafði hann látist af völdum innri blæðinga vegna sjö sentimetra langs áverka á miltanum. Áverkinn var tilkominn vegna ofbeldis á meðan Marcus var enn á lífi. Síðar kom í ljós að hann hafði verið með einkirningasótt og því hafi miltað verið stærra en það átti að sér og því sérstaklega viðkvæmt. Það var því ekki útilokað að það hefði sprungið af sjálfu sér eða ef Marcus hafði dottið eða orðið fyrir höggi eða sparki.

Bannaði honum að fara í íbúðina

Eins og svo margir foreldrar unglinga upplifiði Tanja að Marcus eyddi sífellt meiri tíma með vinum sínum og hafði ekki mikinn áhuga á að vera með henni. Náið samband þeirra varð sífellt minna náið og hann sagði henni ekki eins mikið og áður. Hann byrjaði að fara í partý þar sem áfengi var drukkið. Stundum átti hún erfitt með að hafa uppi á honum þegar hann var með vinum sínum og oft kom hann seinna heim en samið hafði verið um.

Í janúar á þessu ári sagði Marcus móður sinni að hann væri byrjaður að reykja hass en það hafði gerst þegar hann eignaðist kærustu og fór að vera mikið hjá henni og móður hennar, Niccoline. Hann heimsótti þær á meðferðarheimilið, þar sem þær bjuggu, og í íbúð þeirra á Austurbrú.

Í febrúar var Marcus svo lengi að heiman að Tanja sá sig tilneydda til að hringja í lögregluna og biðja hana að finna hann. Lögreglumenn fundu hann í íbúðinni á Austurbrú. Þegar þeir komu með hann heim sögðu þeir henni að íbúðin væri ekki staður fyrir börn. Þar væri skítugt og mikil hasslykt og að Niccoline hefði virst vera undir áhrifum vímuefna.

Tanja lagði því blátt bann við að Marcus færi aftur í íbúðina. Hann var ósáttur við þetta og skildi ekki áhyggjur hennar. En hann hlýddi henni þar til helgina örlagríku þegar hann sneri ekki aftur heim.

Hér er hægt að lesa umfjöllun DV frá í september um réttarhöldin í málinu og dóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf