fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Telja ekki útilokað að trúboðinn sé enn á lífi – Fór til eyju steinaldarfólks

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 06:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu fór bandaríski trúboðinn John Allen Chau til North Sentinel eyjunnar í Indlandshafi þann 17. nóvember til að reyna að boða íbúum þar kristna trú. Sjómennirnir, sem fluttu hann að eyjunni, sáu þegar íbúarnir skutu örvum að honum, settu band um háls hans og drógu hann eftir ströndinni. Talið var fullvíst að Chau hefði látist við þetta. En ekki eru allir reiðubúnir til að gefa upp vonina um að hann sé enn á líf.

Ættingjar hans og vinir telja ekki útilokað að hann sé enn á lífi og segja að á meðan lík hans hefur ekki fundist sé ekki hægt að útiloka það. Eins og DV skýrði nýlega frá þá hefur samfélagið á North Sentinel stundum verið nefnt síðasta steinaldarsamfélagið en íbúar eyjunnar hafa lifað nær algjörlega einangraðir frá umheiminum síðustu 30.000 árin. Þeir eru taldir vera á steinaldarstigi og noti boga og örvar til veiða. Íbúarnir eru þekktir fyrir að taka allt annað en vel á móti þeim sem stíga fæti á eyjuna og ráðast óhikað á þá og drepa.

Eyjan er indversk og samkvæmt indverskum lögum er bannað að fara til hennar. Banninu er ætlað að vernda ættflokkinn og lifnaðarhætti hans fyrir utanaðkomandi áhrifum en ekki síður fyrir sjúkdómum sem nútímafólk getur borið með sér. Þetta eru sjúkdómar sem nútímafólk er ónæmt fyrir en eyjaskeggjar hafa ekkert ónæmi gegn þessum sjúkdómum enda hafa þeir verið einangraðir í tugi þúsunda ára.

Þegar Chau fór til eyjunnar var það í þriðja sinn sem hann fór þangað. Nokkrum dögum áður en hann fór í síðustu ferðina skutu eyjaskeggjar á hann og ör fór meðal annars í gegnum biblíu hans. Hann lét þessar óblíðu móttöku þó ekki aftra sér frá að fara enn einu sinni til eyjunnar því hann dreymdi um að kristna fólkið.

Þegar hann steig fæti á eyjuna þann 17. nóvember fylgdust sjómennirnir með úr bátum sínum þegar eyjaskeggjar réðust á Chau og skutu hann mörgum örvum og drógu síðan lík hans, sjómennirnir töldu hann látinn, eftir ströndinni. Íbúar eyjunnar verða ekki sóttir til saka fyrir morð og lögreglan hefur ekki getað sótt lík Chau, ef hann er þá látinn, vegna hættunnar á að bera sjúkdóma með sér til eyjunnar en ósköp venjulegt kvef gæti orðið eyjaskeggjum að bana. CNN hefur eftir talsmanni lögreglunnar að hún vilji forðast átök og samskipti við eyjaskeggja.

The Sun hefur eftir John Middleton Ramsey, nánum vini Chau, að hann og fleiri hafi ekki gefið upp alla von um að Chau sé á lífi. Hann segir að þar sem lík hans hafi ekki fundist sé ekki öruggt að hann sé látinn. Auk þess hafi engin önnur vitni verið að atburðunum en sjómennirnir. Hann játaði þó að líkurnar séu ekki miklar á að Chau sé á lífi.

Vinir Chau segja að hann hafi verið heltekin af að frelsa íbúa eyjunnar og fá þá til að ganga kristinni trú á hönd allt frá því hann var á menntaskólaaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar