fbpx
Sunnudagur 09.desember 2018
Pressan

Harmleikur í Kanada: Grábjörn varð móður og tíu mánaða barni að bana

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 22:30

Grábjörn varð 37 ára konu og tíu mánaða dóttur henni að bana í Júkon, sjálfstjórnarsvæði í norðvesturhluta Kanada, á dögunum. Átti harmleikurinn sér stað við fjallakofa við Einarson-vatn.

Í frétt Yukon News kemur fram að Gjermund Roesholt, eiginmaður og faðir hinna látnu, hafi verið í veiðiferð á svæðinu. Þegar hann var að snúa heim mætti hann grábirninum skammt frá heimili sínu og skaut hann til dauða. Hann kom svo að eiginkonu sinni, Valérie Théoret, og dóttur sinni, Adele, látnum fyrir utan kofann.

„Það lítur þannig út að þær hafi verið í gönguferð þegar björninn réðist á þær,“ segir lögreglumaður á svæðinu.

Théoret var í barneignarleyfi en hún starfaði sem kennari við Whitehorse-gagnfræðaskólann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Landamæravörður á dauðadóm yfir höfði sér

Landamæravörður á dauðadóm yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakleysisleg ljósmynd föðursins af dótturinni varpaði ljósi á alvarlegt mál

Sakleysisleg ljósmynd föðursins af dótturinni varpaði ljósi á alvarlegt mál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin fengu áfall: Forfallakennarinn rekinn

Börnin fengu áfall: Forfallakennarinn rekinn
Fyrir 4 dögum

Ýmislegt góðgæti í boði fyrir veiðimenn

Ýmislegt góðgæti í boði fyrir veiðimenn