fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Ótrúleg uppgötvun vísindamanna af hreinni tilviljun – Varpar nýju ljósi á áhrif loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 07:44

Myndir: University of Saskatchewan

Þegar kanadískir vísindamenn komu myndavélum fyrir nærri Hudsonflóa í Wapusk þjóðgarðinum í Kanada 2011 var markmiðið að rannsaka samband manna og bjarndýra. En myndatökurnar leiddu til ótrúlegrar uppgötvunar sem varpar nýju ljósi á áhrif loftslagsbreytinganna.

„Aldrei fyrr hefur verið sýnt fram á þetta vísindalega.“ Hefur The Globe and Mail eftir Doug Clark, sem vann að rannsókninni, um niðurstöðurnar.

Frá 2011 til 2017 náðust myndir af 401 birni á myndavélarnar. Ísbirnir voru þar fyrirferðarmestir en 25 svartbirnir og 10 grábirnir náðust einnig á mynd. Það er einmitt þetta að þessar þrjár bjarnartegundir haldi til á sama svæðinu sem eru stórtíðindi að mati vísindamanna. Vísindamenn hafa lengi fylgst með þessu svæði en það var ekki fyrr en rannsóknir Clark hófust að í ljós kom að þessar þrjár bjarnartegundir halda þar til.

Clark segir að augljóst sé að miklar breytingar séu að eiga sér stað á þessum slóðum. Lengi hefur verið vitað að svartbirnir og ísbirnir væru í Wapusk þjóðgarðinu, svartbirnirnir hafa haldið sig í skógunum en ísbirnirnir úti við ströndina. Það er hins vegar alveg nýtilkomið að grábirnir séu á svæðinu og hvað þá að allar þrjár tegundirnar fari um sömu svæðin. Clark telur að loftslagsbreytingarnar hafi valdið því að grábirnirnir hafi leitað inn í þjóðgarðinn því hlýrra loftslag hafi í för með sér að nýjar plöntutegundir vaxi á svæðinu.

Hlýnunin hefur í för með sér að ísinn við ströndina bráðnar fyrr en áður og því leita ísbirnirnir inn í skóginn þar sem þeir rekast á hinar bjarnartegundirnar. Þetta eykur líkurnar á að þessar ólíku bjarnartegundir eignist afkvæmi saman sem til langs tíma, mjög langs tíma, getur leitt til að ný tegund verði til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“