fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Stefnir í þriggja til fimm gráðu hækkun meðalhita á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 06:30

Losun gróðurhúsalofttegunda er mikil og veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt stefnir í að árið sem senn er á enda verði það fjórða hlýjasta síðan mælingar hófust. Þetta segir WMO sem er veðurstofnun Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin segir að það stefni í að meðalhitinn á jörðinn hækki um þrjár til fimm gráður á þessari öld. Þetta er miklu meiri hlýnun en þær tvær gráður sem flest ríki heims hafa komið sér saman um að reyna að halda hlýnuninni undir.

Í tilkynningu frá WMO kemur fram að ef ríki heims nota allar þekktar birgðir jarðefnaeldsneytis muni meðalhitinn hækka enn meira.

WMO kynnti nýja skýrslu um stöðu loftslagsmála í gær í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP24 sem hefst í Pólandi á sunnudaginn. Stofnunin bendir á að frá því að hitamælingar hófust um miðja nítjándu öldina hafi tuttugu hlýjustu árin verið á síðustu 22 árum. 2015, 2016, 2017 og 2018 verma toppsætin fjögur.

Aðalritari WMO segir að það sé rétt að hafa í huga að við séum fyrsta kynslóðin sem skilur loftslagsbreytingarnar að fullu en um leið erum við síðasta kynslóðin sem getur gert eitthvað í málunum.

Hvað varðar horfurnar á næsta ári er útlitið ekki betra. 75-80 prósent líkur eru á að veðurfyrirbrigðið El Nino hefjist á næstu þremur mánuðum en það hefur í för með sér þurrka og dregur úr getu skóga til að taka CO2 í sig. Ef El Nino verður að veruleika á næsta ári verður 2019 enn hlýrra en 2018 að sögn WMO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“