fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Átti aðeins ár í eftirlaun en var skotinn til bana í nótt

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Voðaverkið í Kaliforníu: Átti að komast á eftirlaun eftir ár en var skotinn til bana í nótt

Lögreglumaðurinn sem var skotinn til bana í skotárásinni í Thousand Oaks í Kaliforníu í nótt hét Ron Helus. Minnst tólf voru skotnir til bana á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill áður en árásarmaðurinn var felldur af lögreglunni.

Ron Helus er einn þeirra lögregluþjóna sem mættu fyrstir á vettvang. Hann var skotinn mörgum skotum eftir að hann fór inn á veitingastaðinn í þeirri von að yfirbuga byssumanninn. Geodd Dean, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, sagði rétt í þessu að Helus hefði dáið sem hetja. „Hann fór þarna inn til að bjarga fólki.“

Helus hafði starfað sem lögregluþjónn í tæp þrjátíu ár og skilur hann eftir sig eiginkonu og son. Hann hugðist fara á eftirlaun á næsta ári.

Helus fór á staðinn ásamt öðrum lögreglumanni en var skotinn um leið og hann gekk inn. Félagi hans dró hann burt og var Helus fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Hann lést af sárum sínum í morgun.

Margir voru inni á staðnum – einkum ungt fólk – þegar árásin var framin og eru margir hinna látnu undir tvítugt. Minnst tíu voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?