fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Hægriöfgamaðurinn Tommy Robinson fær ekki lengur að nota PayPal

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 06:15

Tommy Robinson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiðsluþjónustufyrirtækið PayPal hefur tilkynnt Tommy Robinson, fyrrum leiðtoga English Defence League sem eru samtök þjóðernissinnaðra hægrimanna í Englandi (hægriöfgamanna), að fyrirtækið muni ekki afgreiða peningafærslur sem tengjast honum. Fyrirtækið segir að það sé með þessu að reyna að virða það jafnvægi sem þarf að ríkja á milli tjáningarfrelsis og virðingar og margbreytileika. Fyrirtækið segir að það megi ekki nota þjónustu þess til að „ýta undir hatur, ofbeldi eða önnur form umburðarleysis sem ganga á rétt fólks“.

Robinson, sem hetir réttu nafni Stephen Yaxley-Lennon, var hent út af Twitter í mars og undirskriftarsafnanir hafa staðið yfir á netinu til að þrýsta á fyrirtæki eins og PayPal um að hætta að sjá um peningafærslur til hans og frá honum. Mörg þúsund manns hafa skrifað undir þessar kröfur.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Robinson hafi notað PayPal til að taka við fjárframlögum vegna kostnaðar við dómsmál sem eru rekin gegn honum. Robinson sagði að ákvörðun PayPal væri byggð á „fasisma“ og sagði að fyrirtækinu „líki ekki við skoðanir hans og vilji þagga niður í honum“.

PayPal hefur áður útilokað ákveðna aðila frá því að nota greiðsluþjónustuna. Þar á meðal er hinn hægrisinnaði fréttavefur InfoWars.

Sky hefur eftir Robinson að PayPal hafi fryst innistæður á reikningi hans í 180 daga en um umtalsverða upphæð er að ræða að hans sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða