fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Popp, klám og sykursætar skólastúlkur – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 21:30

Honey Popcorn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Popp og klám eru ekki eitthvað sem er hægt að tvinna saman að margra mati en aðrir telja að þetta fari vel saman. Að minnsta kosti í spjallhópum á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um hina vinsælu japönsku popphljómsveit Honey Popcorn. Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða tónleika sveitarinnar í Suður-Kóreu í sumar brugðust margir illa við og töldu ekki sæmandi að hljómsveitin kæmi til landsins. Ástæðan er að meðlimir hljómsveitarinnar, þrjár konur um tvítugt, eiga sér fortíð og nútíð sem atvinnuklámmyndastjörnur.

Þetta fór illa fyrir brjóstið á mörgum íhaldssömum Suður-Kóreubúum. Þess utan er klám með öllu bannað í Suður-Kóreu. En það sem þótti verst var að hljómsveitin, sem og margar álíka stúlknahljómsveitir, njóta mikilla vinsælda meðal ungra stúlkna og unglingsstúlkna. Þar sjá þær fyrirmyndir sínar.

Honey Popcorn er mjög vinsæl í Asíu og hefur verið í nokkur misseri en hljómsveitin flytur „hefðbundið“ skólastúlku popp/danslög.

Það vakti reiði í Suður-Kóreu að þessar fyrirmyndir unglingsstúlkna eru jafnframt klámstjörnur og það varð til þess að í mars varð hljómsveitin að hætta við að koma fram á skipulagðri samkomu aðdáenda sveitarinnar. Rúmlega 35.000 manns skrifuðu undir áskorun til forseta landsins um að banna allt sem tengist Honey Popcorn. Stjórnvöld aðhöfðust ekkert en þrýstingurinn var svo mikill að hljómsveitin neyddist til að hætta við að mæta á svæðið. Að lokum tókst hljómsveitinni þó að komast til Suður-Kóreu og troða upp fyrir aðdáendur sína. Af siðferðislegum ástæðum var aldurstakmark á tónleikana 19 ár og miðarnir voru ansi dýrir. Óttast var að til mótmæla kæmi utan við tónleikahöllina en það varð ekki raunin. Á sviðinu flutti Honey Popcorn hefðbundið japanskt/kóreskt smástúlkupopp þar sem er sungið, dansað, glæsilegir búningar og almennt sakleysi ríkjandi.

En þetta er í ákveðinni mótsögn við það myndefni sem er hægt að finna á internetinu með hljómsveitarmeðlimunum þremur. Þær reyna heldur ekki að fela fortíð og nútíð sína sem klámmyndaleikkonur. Á tónleikunum í Seoul sagði leiðtogi hljómsveitarinnar, Mikami Yua:

„Ég starfa við framleiðslu fullorðinsmyndbanda í Japan. Það tel ég vera alvöru vinnu eins og að vera í hljómsveitinni en nú vil ég aðallega einbeita mér að því að kynna Honey Popcorn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi