fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Stjórnvöld eru með leynilega áætlun um viðbrögð við hugsanlegri komu vitsmunavera frá öðrum plánetum til jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 21:57

Fáum við fljótlega svar við spurningunni um hvort við erum ein í alheiminum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í mörgum ríkjum heimsins hafa gert áætlanir um hvernig á að bregðast við ef vitsmunaverur frá öðrum plánetum koma hingað til jarðarinnar. Að vonum fer ekki hátt um þessar áætlanir enda hefur ekki verið staðfest vísindalega að vitsmunalíf sé að finna utan jarðarinnar.

Þetta kom fram í viðtali við stjörnufræðinginn Eddie Mair á LBC. Þar sagði hann að stjórnvöld séu með viðbragðsáætlanir tilbúnar, líklegast ekki frábærar, ef stjörnufræðingur verður var við eitthvað úti í geimnum sem er ekki náttúrulegt. Hann sagði að ekki væri útilokað að sígarettulagaði hluturinn Oumuamua, sem kom inn í sólkerfið okkar á síðasta ári, væri hlutur smíðaður af vitsmunaverum en eins og Pressan skýrði nýlega frá telja vísindamenn við Harvard háskóla að svo sé.

„Stjörnufræðingar telja að það geti verið margir svona hlutir, hugsanlega fastir í sólkerfinu okkar, sem við höfum ekki séð.“

Sagði hann og bætti við:

„Það eru áætlanir um hvernig á að bregðast við, segja viðeigandi stjórnvöldum eins og Sameinuðu þjóðunum, leiðtogum ríkja heims frá þessu og undirbúa hvernig á að segja almenningi frá þessu. En allar þessar áætlanir munu verða að engu um leið og einhver sér eitthvað því þær munu ekki virka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf