fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Skipverjarnir voru dæmdir fyrir morð og nauðgun: Tuttugu árum síðar fá þeir hundruð milljóna í bætur

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum hafa fallist á að greiða fjórum skipverjum, sem sakaðir voru um hryllilega glæpi árið 1997, milljónir í bætur.

Mennirnir; Eric Wilson, Danial Williams, Joe Dick og Derek Tice voru sakfelldir fyrir morð og nauðgun á ungri konu, Michelle Moore-Bosko. Þeir voru sakfelldir í málinu árið 1999 og voru þrír mannanna; Tice, Williams og Dick dæmdir í lífstíðarfangelsi. Wilson var dæmdur í rúmlega átta ára fangelsi fyrir sinn þátt í ódæðinu.

Það var svo ekki fyrr en árið 2016 að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirliggjandi sönnunargögn í málinu bentu til þess að fjórmenningarnir hefðu hvergi komið nálægt morðinu. Mennirnir voru náðaðir af ríkisstjóra Virginíu á síðasta ári og nú hafa borgaryfirvöld í Norfolk samþykkt að greiða mönnunum 4,9 milljónir dala í bætur og þá fá þeir 3,5 milljónir dala frá Virginíuríki.

Það var sumarið 1997 sem eiginmaður Michelle kom að henni látinni í íbúð þeirra í Norfolk. Eiginmaðurinn var sjóliði í bandaríska hernum og hafði verið á sjó í rúma viku. Williams bjó í sömu byggingu og hjónin og var lögregla fljót að beina sjónum sínum að honum þar sem hann hafði reynt við Michelle skömmu fyrir morðið. Williams játaði glæpinn á sig en síðar kom í ljós að um þvingaða játningu var að ræða. Það sama átti við í tilvikum hinna mannanna sem voru vinir Williams.

Fimmti maðurinn var síðar sakfelldur, Omar Ballard, en DNA-sýni frá honum fannst á vettvangi morðsins. Hann játaði sök árið 2000 og sagðist hafa verið einn að verki þegar hann nauðgaði og myrti Michelle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“