fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Nýr kraftur í rannsókn á tveggja ára gömlu morðmáli – 8 lögregluhundar notaðir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 06:50

Louise Borglit.

Þann 4. nóvember 2016 var Louise Borglit, 32 ára, stungin til bana í Elverparken í Herlev í Kaupmannahöfn. Hún var gengin sjö mánuði með barn sitt þegar hún var myrt. Morðið er óupplýst og hefur legið þungt á dönsku þjóðinni eins og morðið á Emilie Meng sem var myrt í júlí 2016. Lögreglan hefur lagt mikla vinnu í bæði málin og í gær voru átta sérþjálfaðir lögregluhundar við leit í Elverparken.

Lögreglan í Kaupmannahöfn setti í haust á laggirnar sérstakan rannsóknarhóp til að fara yfir morðið á Louise en í honum eru reyndir lögreglumenn og ýmsir sérfræðingar. Enginn þeirra hefur áður komið að rannsókn málsins. Markmiðið var að fá „ný“ augu til að skoða málið í þeirri von að eitthvað fyndist sem gæti orðið til að málið leysist.

Einn liðurinn í vinnu þessa hóps var að í gær leituðu 8 lögregluhundar að vísbendingum í Elverparken. Það var mat sérfræðinga að þrátt fyrir að svo langt væri liðið frá morðinu gætu hundarnir enn fundið vísbendingar og slóð eftir morðingjann ef hann hefði skilið eitthvað eftir sig.

Hér er hægt að lesa umfjöllun DV frá í haust um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“