fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Íslamskir öfgamenn undirbúa efnavopnaárás í Bretlandi – Gætu sprengt sprengju í neðanjarðarlestakerfinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmenn breskra leyniþjónustustofnana segja að íslamskir öfgasinnar séu að undirbúa efnavopnaárásir á Bretlandseyjum og að slíkar árásir séu „líklegri en ekki“. Þetta byggja þeir á hlerunum á samskiptum háttsettra liðsmanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS).

The Mail on Sunday skýrir frá þessu. Fram kemur að leyniþjónustur hafi hlerað samtöl háttsettra liðsmanna IS. Samtökin hafi fengið aukinn áhuga á árásum sem þessum í kjölfar morðtilræðis Rússa við Sergei Skripal og dóttur hans Yulia Skripal í Salisbury í mars.

Áður en sú árás var gerð taldi greiningardeild bresku ríkisstjórnarinnar fjórðungslíkur á að öfgasinnaðir íslamistar myndu gera efnavopnaárás á Bretlandseyjum. Nú eru líkurnar taldar vera rúmlega 50 prósent. Hafa yfirvöld sérstakar áhyggjur af því að sprengjur verði sprengdar í neðanjarðarlestarkerfi Lundúnaborgar. Hættan á þessu er talin svo mikil að stjórnendur leyniþjónustustofnana funduðu nýlega með yfirmönnum lögreglu og annarra björgunarliða í borginni um viðbrögð við slíkum árásum. Einnig fóru fram skrifborðsæfingar á viðbrögðum við árásum á tvær lestarstöðvar samtímis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu