fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Nú er Trump áhyggjufullur – Virkilega áhyggjufullur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 06:06

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í fyrsta sinn í lífinu er Donald Trump í alvöru áhyggjufullur yfir framtíð sinni, bæði einkalífi og atvinnulega séð.“

Þetta segir bandaríska goðsögnin Carl Bernstein, blaðamaður, sem átti stóran þátt í að koma upp um Watergate-hneykslið í byrjun áttunda áratugarins en það mál varð Richard Nixon, forseta, að falli og neyddist hann til að segja af sér embætti. Bernstein lét þessi orð falla í viðtali við Vanity Fair.

Ástæðan fyrir þessum áhyggjum Trump er augljós að mati Bernstein. Eftir 18 mánaða rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á hugsanlegum brotum Trump og forsetaframboðs hans eru línur farnar að skýrast.

Yfirheyrslur yfir Michael Coen, fyrrum lögmanni Trump, hafa leitt í ljós að Trump gaf honum fyrirmæli um að greiða klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels sem svarar til um 18 milljóna íslenskra króna fyrir að skýra ekki frá meintu ástar/kynlífssambandi hennar við Trump. Daniels hefur haldið því fram að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi. Henni var greitt fyrir að segja ekki frá þessu því Trump taldi að það myndi skaða forsetaframboð hans. Ef þetta er rétt er þetta brot á bandarískum kosningalögum.

Adam Schiff, demókrati og verðandi formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að þetta geti verið brot á alríkislögum.

„Hann (Donald Trump, innskot blaðamanns) er fyrsti forsetinn í langan tíma sem er hugsanlegt að endi í fangelsi.“

Sagði Schiff í samtali við CNN.

Jarry Nadler, verðandi formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, er sama sinnis.

„Dómsskjölin, sem voru lögð fram á föstudaginn, eru sönnun þess að Donald Trump er miðpunktur umfangsmikils svindls. Þetta eru afbrot sem gefa tilefni til ríkisréttar.“

En margir efast um að hægt verði að draga Trump fyrir ríkisrétt á meðan hann er forseti. Hins vegar eru margir þeirrar skoðunnar að hægt verði að sækja hann til saka um leið og hann lætur af forsetaembætti sem verður í janúar 2021 ef hann nær ekki endurkjöri.

En Jennifer Rubin, repúblikani og pistlahöfundur hjá Newsweek, telur að Trump eigi inni sterkan leik til að koma í veg fyrir það.

„10 mínútum áður en forsetatíð hans lýkur 2021 mun Trump segja af sér embætti. Þá verður Mike Pence, varaforseti, forseti. Á síðustu mínútum valdatíma síns getur hann náðað Trump til að koma í veg fyrir að hann lendi í fangelsi.“

Segir hún í pistli í Newsweek.

En framtíðin ein mun leiða í ljós hvernig þetta mál endar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks