fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þrír myrtir á jólamarkaði í Strasbourg – Árásarmaðurinn gengur enn laus

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 04:27

Jólamarkaðurinn í Strasbourg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír voru skotnir til bana á jólamarkaði í miðborg Strasbourgr í Frakklandi í gærkvöldi og tólf til viðbótar særðir, þar af margir alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn heiti Chekatt Cheris og sé 29 ára heimamaður. Hann gengur enn laus. Stjórnvöld hafa aukið viðbúnað í landinu vegna árásarinnar. Aukin öryggisgæsla verður í borgum og bæjum um allt land og landamæraeftirlit verður aukið.

Árásin hófst skömmu eftir klukkan 20 í gærkvöldi að staðartíma þegar Cheris hóf skothríð á Place Kleber jólamarkaðnum en hann laðar milljónir ferðamanna til sín árlega. Sky segir að eitt fórnarlambanna sé tælenskur ferðamaður.

Þungvopnaðir lögreglumenn voru á hlaupum á markaðnum skömmu eftir að skothríðin hófst og hann var síðan rýmdur.

Lögreglumenn eltu Cheris í rúmlega tvær klukkustundu og náðu að króa hann af. Þá kom til skotbardaga á milli hans og hermanna og særðist Cheris en slapp samt sem áður á brott að sögn lögreglunnar. Einn hermaður særðist einnig.

Lögreglan segir að Cheris sé grunaður um rán og að handtaka hafi átt hann í gær vegna málsins. Hann var einnig á lista yfir þá sem frönsku samfélagi stendur ógn af.

Við leit heima hjá honum fannst sprengiefni.

Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Mikil leit stendur enn yfir að Cheris.

Jólamarkaðurinn í Strasbourg en einn sá elsti í heimi en þar eru settir upp um 300 sölubásar og stendur markaðurinn yfir í heilan mánuð, allt frá jóladagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?