fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Harmleikur á Suðurskautslandinu: Tveir starfsmenn fundust látnir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir tæknimenn fundust látnir í McMurdo-rannsóknarstöðinni á Suðurskautslandinu í vikunni. Talið er að mennirnir hafi látist af slysförum en rannsókn á tildrögum þess stendur yfir.

Bandaríkjamenn reka umrædda stöð og voru mennirnir að vinna að uppsetningu slökkvikerfis í húsi sem meðal annars hýsir rafal fyrir útvarpssendi.

Það var þyrluflugmaður sem kom að þeim látnum eftir að hafa séð reyk koma frá húsinu. Mönnunum var veitt skyndihjálp á staðnum, annar var þegar látinn en hinn lést skömmu eftir komuna á heilsugæslu á svæðinu.

National Science Foundation segir að málið sé í rannsókn og hafa frekari upplýsingar um mennina tvo ekki verið gefnar upp. Þeir voru starfsmenn PAE, verktakafyrirtækis í Virginíu.

McMurdo-rannsóknarstöðin á Ross-eyju er sú stærsta á Suðurskautslandinu og eru þar um eitt þúsund starfsmenn þar núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“