fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Neydd í vændi 16 ára og drap mann: Dæmd í fangelsi fyrir lífstíð – Á hún skilið að hljóta náðun?

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engum ofsögum sagt að líf hinnar bandarísku Cyntoiu Brown hafi ekki verið neinn dans á rósum. Cynthoia afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir morð sem hún framdi þegar hún var sextán ára. Cynthoia hafði verið neydd í vændi og var hinn látni einstaklingur sem hafði keypt sér aðgang að henni.

Siðferðislegar spurningar

Margar siðferðislegar spurningar hafa kviknað vegna málsins enda voru aðstæður Cyntoiu vægast sagt skelfilegar á þessum tíma. Meðal þeirra spurninga sem kviknað hafa eru hvort sýna ætti Cyntoiu miskunn og sleppa henni úr fangelsi, eða hvort jafnt eigi yfir alla að ganga sem gerast sekir um manndráp – burt séð frá aðstæðum viðkomandi.

Cyntoia Brown fæddist í Tennessee og er dóttir einstæðrar móður, Georgiana Mitchell, sem var sextán ára þegar hún eignaðist hana. Móðir Cyntoiu var drykkfelld og misnotaði auk þess krakk. Að lokum fór svo að Georgiana var ófær um að sjá um dóttur sína vegna neyslu og var Cynthoiu komið fyrir hjá annarri fjölskyldu.

Flúði að heiman

Erfið æska hefur vafalítið spilað inn í þá ákvörðun hennar að hlaupast að heiman þegar hún var sextán ára. Skömmu síðar kynntist hún 24 ára karlmanni, Garion McGlothen, sem kom illa fram við hana. Hann neyddi hana í vændi og saman neyttu þau eiturlyfja. Þau flökkuðu milli ódýrra mótela og var Cyntoia neydd til að selja sig til að fjármagna neyslu þeirra. Síðar sagði Cyntoia að Garion hafi verið stjórnsamur og ógnandi og margsinnis hótað henni með skotvopni ef hún færi ekki eftir því sem hann sagði.

„Hann útskýrði fyrir mér að sumar konur fæddust sem hórur og ég væri ein þeirra. Ég væri drusla sem enginn vildi nema hann. Það besta sem ég gæti gert væri að læra að vera góð hóra,“ sagði Cyntoia þegar mál saksóknara gegn henni var tekið fyrir hjá dómstólum.

Fasteignasalinn fannst látinn

Í ágúst 2004 breyttist líf Cyntoiu fyrir lífstíð þegar fasteignasalinn Johnny Allen fannst látinn á heimili sínu með skotsár á hnakka. Cyntoia var handtekin og við yfirheyrslur sagði hún að Johnny hefði keypt þjónustu hennar. Þegar á heimili hans var komið hafi hann sýnt henni skotvopnasafn sitt og óttast að Johnny ætlaði sér að gera henni mein. Taldi hún að hann væri að teygja sig eftir skotvopni undir rúm þegar hún var á undan og skaut hann til bana. Að svo búnu tók hún peningana hans og hafði sig á brott.

Þegar málið var til meðferðar fyrir dómstólum sagði Cyntoia að hún hafi reynt að fara að fyrirmælum Garions. Hún hafi verið hrædd við hann og óttast hvað hann gerði ef hún kæmi ekki með neina peninga til baka. Þess vegna hafi hún rænt fórnarlamb sitt.

Saksóknurum tókst að sannfæra kviðdómendur um það að Cyntoia hafði skotið Johnny til bana til þess eins að ræna hann. Árið 2006 var Cynthoia sakfelld fyrir morð af fyrstu gráðu og dæmd í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Þekktir einstaklingar beita sér í málinu

Mál Cynthoiu hefur reglulega skotið upp kollinum í bandarískri umræðu. Saga hennar var sögð í þætti á PBS, Me Facing LifeCyntoias Story. Þá hafa fjölmargir þekktir einstaklingar barist fyrir því að mál hennar verði tekið upp að nýju; meðal þeirra má nefna Kim Kardashian, rapparann Snoop Dogg og Rihönnu. Rökin eru meðal annars þau að það sé brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar að dæma svo unga einstaklinga í fangelsi fyrir lífstíð og þá verði að horfa til þeirra aðstæðna sem Cyntoia var í þegar hún drap manninn.

Cyntoia hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún var dæmd í fangelsi því hún náði sér í háskólagráðu innan veggja fangelsisins. Í Tennessee eru lögin þannig að lífstíðarfangelsi þýðir í raun 60 ára fangelsi en slíkan dóm er hægt að fá lækkaðan um níu ár með góðri hegðun. Þar sem Cyntoia hefur verið í fangelsi í 14 ár á hún enn 37 ár eftir þar til hún fær hugsanlega frelsi.

Fyrr í þessari viku sagði Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, að yfirvöld þar myndu skoða það vandlega hvort Cyntoia hljóti náðun. Hann sagði að þó að mál hennar hafi komist í hámæli í fjölmiðlum og hjá almenningi væri mikilvægt að gera ekki upp á milli einstaklinga. Hún geti ekki fengið sérstaka meðferð fram yfir aðra dæmda einstaklinga. Sagði hann að yfirvöld væru með málið til skoðunar en tíminn myndi leiða í ljós hver niðurstaðan yrði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?