fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Rottufaraldur í höfuðborginni

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rottur er bráðsnjallar skepnur sem geta aðlagast nánast hvaða aðstæðum sem er. Þetta segir Andre Pittman, meindýraeyðir í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, en óhætt er að segja að þeir hafi í nógu að snúast þessa dagana.

Sannkölluð rottuplága er nú í höfuðborginni og er það einkum hlýju veðri, samhliða fólksfjölgun, um að kenna. Aldrei hafa þeir sem starfa við meindýravarnir í borginni sinnt fleiri útköllum.

Andre Pittman og Gregory Cornes starfa báðir hjá meindýravörnum borgarinnar og þurfa þeir að grípa til ýmissa ráða til að hafa betur gegn rottunum. Auk hefðbundinna aðgerða nota þeir þurrís sem þeir koma fyrir í holum þar sem grunur leikur á að rottur haldi sig. Þá hafa nokkur útköll verið í nágrenni við Hvíta húsið.

„Rottur geta aðlagast öllum aðstæðum. Þær eru eiginlega algjörir snillingar,“ segir Pittman.

Nú er svo komið að Washington D.C. er í fjórða sæti í Bandaríkjunum yfir þær borgir þar sem flestar rottur eru. Eru þessar tölur byggðar á nýjum útköllum á hverju ári. Chicago er í fyrsta sæti á þessum vafasama lista og þar á eftir koma Los Angeles og New York.

Geralrd Brown, yfirmaður meindýravarna borgarinnar, segir að mildir vetur hafi gert rottunum kleift að fjölga sér hratt. Þá segir hann að fjöldi veitingastaða, bara og kaffihúsa hafi aukist um fjórðung á aðeins tveimur árum. „Fleira fólk með meiri pening þýðir fleiri veitingahús. Það þýðir aftur meira rusl sem enn og aftur þýðir meira fæði fyrir rotturnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum