fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dawn Cheetham, 43 ára, hafði sigrast á krabbameini. Þegar hún hélt að það væri komið aftur, og eftir rifrildi við sambýlismanninn, fór hún inn í fataskáp dóttur sinnar og tók eigið líf. Við líkskoðun fannst ekki einn einasti vottur af krabbameini. 

Dawn Cheetham var 43 ára gömul og starfaði sem hjúkrunarfræðingur hjá tannlækni. Hún var í sambúð með kærasta sínum til 17 ára og átti 8 ára dóttur.  Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti en sigrað baráttuna eftir erfiða lyfjagjöf. Þó að krabbameinið væri horfið lifði Dawn við stöðugan ótta um að það sneri til baka. The Mirror segir frá málinu. 

„Þetta hvíldi stöðugt á henni og það var orðið mikið vandamál“, segir Jonathan, sambúðarmaður Dawn í skýrslutöku við dómþing sem haldið var til að úrskurða um dánarorsök. „Hinn minnsti sársaukastingur eða magakrampi vakti með henni hræðslu um að meinið hefði tekið sig  upp aftur, ég hugsa að þess vegna hafi hún gert það sem hún gerði.“

Dawn var orðin mjög stressuð. „Ég hjálpaði líklega ekki ástandinu á þessum tíma, ég hef sennilega líka verið að valda henni kvíða. Ég held að hlutirnir hafi bara safnast upp.“

Dawn tók þá afdrifaríku ákvörðun að taka eigið líf, sannfærð um að krabbameinið væri komið aftur en líkskoðun sýndi fram á að Dawn hafði rangt fyir sér, ekki einn einasta snefil af krabbameini mátti finna í líkama hennar.

Daginn sem Dawn lét lífið höfðu hún og Jonathan rifist. Þau áttu bókað stefnumót um kvöldið en Jonathan vildi frekar fara með vinum á pöbbinn til að slappa af.  „Við höfðum aldrei rifist áður, en þetta kvöld vildi ég fara út með strákunum því ég var stressaður, en þetta var kvöld sem við  hefðum samkvæmt venju átt að fara á stefnumót“

„Ég kom heim þegar barinn lokaði og kom að læstum dyrum. Ég reyndi að komast inn en gat það ekki.“

„Ég hélt hún hefði læst mig úti til að refsa mér svo ég fór bara út í bíl og svaf þar, en vaknaði svo um miðja nótt og reyndi þá að banka án þess að fá svar.“

„Þá setti ég stiga við svefnherbergisgluggann til að komast inn, en hann var lokaður. Ég reyndi líka að hringja í hana, en fékk ekkert svar. Þá fór ég heim til foreldra minna. Ég hélt að það væri ástæðulaust að hafa áhyggjur, hún væri bara að vera þrjósk. En mamma renndi þá og tók eftir því að ekki væri allt með felldu. Við fórum þá til baka, bönkuðum en fengum ekkert svar. Þá sparkaði ég niður hurðina, fór upp á efri hæðina og inn í herbergi litlu dóttur minnar og þar fann ég hana. Í líkskoðuninni fannst ekki einn einasti snefill af krabbameini.“

 

Sarah Kelly, sálfræðingur, gaf einnig skýrslu, en Dawn hafði leitað til hennar í aðdraganda andlátsins.

„Hún sagði að hún hefði áhyggjur af dóttur sinni því húfði tekið eftir vanlíðan móður sinnar. Hún óskaði eftir að fá sálfræði aðstoð því hún vildi ekki að dóttir hennar biði skaða. Kvíðinn hennar hafði ágerst vegna þess að hún fann hnúð í brjóstinu. Hún talaði samt ekkert um að hafa hugsað um sjálfsskaða. Dawn vísaði til sambýlismannsins, dóttur sinnar og fjölskyldu sem vernd gegn slíku.“

Dawn mætti í fyrsta sálfræðitímann 9. júlí. Hún tók virkan þátt í ferlinu og spurði hvort að tímarnir okkar gætu framvegis verið á mánudögum því það hentaði vaktarplaninu hennar betur. Engar áhyggjur um að valda sjálfri sér eða öðrum skaða. Dawn mætti hins vegar aldrei í næsta tímann okkar því hún var þá látin.“

Rannsóknarlögreglan sem fór með rannsóknina, Alicia Smith, sagðist  hafa rætt við systur Dawn, Amöndu, sem hefði sagt henni frá samræðum þeim systra kvöldið fyrir harmleikinn.

„Hún hringdi í Dawn, en þá var hún að trufla rifrildi milli Dawn og Jonathan svo Dawn bað hana um að hringja aftur seinna. Dawn sagði Amöndu líka að hún hefði verið að kynna sér lífslíkur krabbameinssjúklinga og var viss um að krabbameinið væri komið aftur. Amanda bauðst til að koma til hennar, en Dawn sagði henni að hún vildi bara fara að sofa.“

Lia Mashmi, sem framkvæmdi líkskoðunina, sagði að rifrildið við Jonathan hefði líklega gert útslagið hjá Dawn.

„Ég hugsa að margir hlutir hafi safnast upp hjá henni sem leiddu til þessarar ákvörðunar.“

Niðurstaða Mashmi var að Dawn hefði fallið fyrir eigin hendi. „Ég tel það fullvíst að hún hafi fallið fyrir eigin hendi, en hvers vegna hún gerði það veit ég ekki.“ Mashmi sendi samúðarkveðjur til Jonathan „Ég vil hér með senda þér mínar dýpstu samúðarkveðjur, ég veit að sársauki þinn mun aldrei hverfa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?